Monday, December 24, 2007

kveðja

Gleðileg jól og farsælt komandi ár til þín litli minn og litla mín.....

Friday, December 14, 2007

Nu er úti veður gott...

ó veður, ó veður, ég elska þig. Sérstaklega þegar þú kemur fram sem óveður og traðkar yfir aðra en mig. Frekar einkennileg tilfinning að lesa um allt þetta óveður á Íslandi, þegar maður er í valkrísu hér í kolding hvort að það taki því að fara í jakka!! Svo skokkar maður (smá ýkjur) út í búð og mætir gaurum í kvartbuxum með brettið undir hendinni. Ekki alveg eitthvað til að kveikja í jólaskapinu....
Ekkert annað að gera en að loka sig inn í koti með ofninn á 180 og hrærivélina á fjórum, jólahjól í tækinu og piparkökumálun í stofunni. Það eru víst bara jól einu sinni á ári og þá vill maður ekki missa af þeim vegna veðurs. Of góðs veðurs!!!

Wednesday, December 12, 2007

Þetta er nú bara snillingur þessi drengur....

Ef maður fær mann í viðtal vegna þess að hann villir á sér heimildir, er þá hægt að fara í fýlu út í viðkomandi fyrir að villa á sér heimildir aftur?? Bara pæling sem vaknaði í vinnunni....

Konfekt gerð á hundraðinu á heimilinu og jólakortagerð er langt komin, ef þið viljið fá send jólakort þá megið þið endilega hafa samband og ég sendi eitt um höfuð, herðar, hné og hæl.

Rita fleiri stafi síðar.
The S.

Sunday, December 09, 2007

Vífill og Vogar

Það var kominn tími til að einhver sýndi á sér kúlurnar á Íslandinu góða án þess að vera með fulla vasa af peningum. Það er djúp virðing fyrir manni sem svínar á allar reglur og siði án þess þó að skaða einhvern illa, nema auðvitað grey fréttamannin á stöð 2. Vífill Atlason er nafn sem er fyndið að vitna í þessa daganna og vonandi nýtur hann þess að vera svona á toppnum. Því eflaust er fallið jafn hátt og klifrið upp. Samt svívirðilegt til þess að hugsa að RUV skuli haga sér svona á samkeppnismarkaði, en drengurinn leysti þetta mál af einskærri snilld.
Finnst eiginlega að Ólafur Ragnar ætti að hringja í Bush og panta viðtal, leyfa svo stráknum að svara og klára málið. Hann verður að fá að keyra málið í höfn, ég get ekki ímyndað mér hvað hann hefði annars sagt við runnann.
Ekki alveg jafn jákvæð athygli að reyna að þurrka Voga útaf kortinu með íkveikju, vantar allt hugmyndaflæði!!!

Thursday, December 06, 2007

stress er bara fyrir ......

Það er alltaf vænlegt til árangurs að byrja bloggsíðuna sína upp á nýtt þegar sólarhringurinn er ekki nægur til að snýta sér einu sinni. Ekki það að það sé eitthvað jólastress, alls ekki. Jólin koma ekki næstum því strax, svo það er langt í það að það stress láti á sér kræla. Ég er nú orðinn meira svona morðingja stressaður, það virðast allir vera að drepa alla í þessari blessuðu veröld. Heimurinn er fullur af svona smáklkkuðu fólki sem gæti triggast við minnsta pot. Ekki veit ég hvort það sé eitthvað sniðugt að ræða þetta eitthvað frekar, þetta gæti verið tekið rangt upp og triggað morðingjagen einhvers.
En þrátt fyrir góðar líkur miðað við margt annað, þá hef ég ákveðið að að hætta að stressa mig yfir biluðum einstaklingum og ákveðið að stressa mig frekar yfir jólunum. Þau eru jú bara næstum því á morgun og ég á eftir að gera allt!!! Ég blogga ekki meira í dag fyrir jólastressi, er ekki alveg að höndla þetta....
Vi ses!

Wednesday, November 28, 2007

Atvinna og dansari er ekki sama og atvinnudansari

Ég var í búð um daginn og það var ekkert merkilegt. Þannig að ekki ætla ég að skrifa neitt um það.
Kannski aðeins merkilegra að ég er kominn með vinnu hér í Kolding City of fear, sem eðalsölumaður!! Ég sel eingöngu quality og ekkert nema gæði. Þú færð það sem þú borgar fyrir og borgar fyrir það sem þú færð. Hvað ég er farinn að gera er annað og seinni tíma mál, en þetta er spennandi vinna á spennandi stað og varðar að mestu leyti spennandi staði.

Annars er ég að drukkna í verkefnavinnu í skólanum og ef ég hefði ekki "baywatch lifeguard official" próf upp á arminn þá væri ég eflaust dauður. Inn í þessum verkefna pakk er eflaust eitt það erfiðasta verkefni sem ég hef á öldinni þurft að leysa; 3-5 mínútna dans og takt æfingar fyrir unglinga. Eins og ég hafi einhvern takt eða dans í mér til að gefa áfram, nei, Gubbi var ekki svo góður við mig, hann gaf mér bara hár og loðið bak.
Rita kannski meir um andlega niðurlægingu og smánun þegar ég hef skilað myndbandinu. Lofa engum að setja það á netiið. Þið getið þá ekki séð það hér :)
Þangað til næst, dans on!

Friday, November 23, 2007

Sellulífsleikni

Þetta gæti bara ekki verið vonlausara. Búinn að safna öllum heilasellunum saman og skipta í tvö 11 sellna lið, annað líðið átti að sjá um skólann og hitt líðið um lífið og bloggið. Annað hefur nú komið á daginn og eru skólasellurnar með 8 lánssellur og því aðeins 3 sem sjá um restina. Bloggið var því mér óafvitandi sett á hakann og það kann ég ekki við.
Feitikallinn er kominn til að vera.... eða ekki vera, það er nú spurningin. En sellurnar eru í yfirvinnu núna og ekki allt of smart að bræða úr þeim, það eru ekki margar til vara.
Nú hef ég lifað eftir spakmælum sjónvarpsþáttahetju sem aldrei gleymist, Cliff Calvin, en hann útskýrði þetta fyrir Norm í einum Cheers þáttanna

"Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....
Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni.
Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í
hjörðinni sem eru drepnir fyrst.

Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með
reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar
hjarðarinnar og hraði hennar.

Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu
heilasellurnar leyfa. Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en
eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst.

Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar
drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari.

Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"

Ætli það sé hægt að kaupa eða skipta á sellum eins og fótboltaköllum? Kannski að fá eina hraða fyrir 2 hægar eða eitthvað svoleiðis?

Cheers!!
Siggi

Monday, November 19, 2007

Tíminn er kominn

Feitimaðurinn, oftar þekktur sem feitikallinn eða ég, er að reyna eftir bestu getu að snúa aftur inní þennann heim pælinga og hugrenninga.
Sverðið er orðið sterkara en penninn sem er löngu fallinn fyrir lyklaborðinu, heimshitun orðin að veruleika fyrir marga hugsjónista og feitikallinn er farinn að sprikla sem aldrei fyrr. Heimur versnandi fer!
En það er gott að lifa í heitari heimi og sskylmingar eru ekki inn lengur. Fyrir ykkur hin, feitt fólk má líka hreyfa sig!! Það eru mannréttindi að taka tvo sæti í flugvél og það eru mannréttindi að éta það sem hægt er að éta. Mannkynið hefur nú ekki barist fyrir því að komast á topp fæðukeðjunnar fyrir ekki neitt...
Étum það sem við getum, meltum það og fretum....
Þetta er nógu þroskað fyrir daginn í dag held ég, góða nótt!

Wednesday, October 31, 2007

Ekki dauður enn....

Ég er ekki dauður, hef bara verið verulega down eitthvað..... orðinn svona hálf downsari, ekki alveg samt!!!
Ætla að gefast upp á útlensku og byrja blogg aftur eftir fáa daga, vikur eða mánuði :)

Kannski hér, kannski annars staðar. Ég læt vita fljótlega..

Siggi the fatman Thors

Tuesday, May 01, 2007

A hole in 3,4,5,6,7 and even 8

My first golf experience is in the house. Not so bad, considering it is a "sport" / hobby for old people. It felt like I was 78 years old, walking the 2 times nine holes, with my life long friends talking about the sexy 60 year old ladies on the next lane. At least I found out that the french freis in the club house at Birkemose have a way too much remulade on them, maybe that´s just danish, I really don´t know.
I might even have the golf bacteria now, at least I feel really old and my skin has dried up a bit and my hands shake so much, that every pee trip to the toilet has a happy ending.... I´ll be back on the course in few days, older than ever and to shove that ball down the hole like a pro.

go happy gilmore

Wednesday, April 11, 2007

nice try! "good dream man"

I just love it! I'll try the foreign language blog and everything goes nuts. No one comments, I don't blog, I mix up foreign languages and my dreams at night just get blurrier and more foggy every night. I see myself walking along the Icelandic highway nr.1 and this farmer farmer drives by me in a car full of ugly sheeps. He picks me up and I can get a ride to the nearest 'almost a town', I think it's called Djupivogur (Deep-bay) and it's a rather crappy place, but probably nice if you live there....and like sheeps. The driver is really excited about all the sheeps he just stole and is taking them to Djupivogur and introduce them to his family. It's like he has just found the meaning of life, he's just so happy. After a while when I ask him what he is going to do with the sheeps, he looks at me with a very creepy kind of horny eye and then I wake up. Every night at the same place in the same dream.
And I just want to see Djupivogur for once. I can't belive it! But I think it's just like Kopavogur, thats another place outside Reykjavik, just as sick I've heard.

Take care of each other. Like sheeps do.

Sunday, April 01, 2007

Þetta lag kannaðist eg við

There was something about this song that just drove me crazy!!!
No wonder, one of my favorite childhood films, just brilliant.
Hope you enjoy too: "just give a little love and it all comes back to you"

http://www.youtube.com/watch?v=sA_0cvd1EUM

Sunday, March 11, 2007

you are my thing

If my face would be as beautyful as the faces of the readers og this blog I sure would be pretty. I can be very proud and honored to be given the oppertunity to write something on a stupid machine that all the most gorgeous persons in the world read, what a blessing!

Just something I had to get of my mind. I'm going to sleep and dream about you guys, probably a wet one....

Saturday, March 03, 2007

u turn

The next couple of weeks I will try to keep up with the world in a foreign language here on my blog. This gives a hell of a lot more people the oppurtunity to get inside my little brain and play with all the elfs that run around in perfect harmony between my ears.
I'll be back tomorrow with another edition of my world. We'll see if this works.
Siggi

Thursday, February 15, 2007

Aldrei spurning

Óótrúlegt hvað er hægt að skemmta sér af einföldum hlutum. En þetta rann ljúft í gegn og var aldrei spurning. Það vantar bara að fullkomna flugtæknina, þá er málið dautt.

Your results:
You are Superman
























Superman
75%
Catwoman
70%
The Flash
65%
Robin
62%
Supergirl
50%
Green Lantern
50%
Spider-Man
45%
Iron Man
45%
Hulk
40%
Wonder Woman
40%
Batman
35%
You are mild-mannered, good,
strong and you love to help others.


Click here to take the "Which Superhero are you?" quiz...

Wednesday, February 07, 2007

nafnaleysi

Var að velta því fyrir mér hvað ég þekkti mikið af fólki með furðuleg og ólógísk nöfn, þ.e. nöfn sem eru ekki í eðli sínu mannanöfn heldur heiti á einhverju öðru ens og t.d. grímur, þröstur, hlíf, björn, ágúst og hrafn. Þetta gæti orðið svolítið forvitnilegur listi ef maður bætir líka við nöfnum eins og sól, hrefna, borgar, ragnar, hjálmur, ósk, valur, harpa, björg og karl. Þetta gæti orðið langt!
Kíki betur á þetta síðar.
Þið sem heitið eðlilegum nöfnum, hafið góðan dag.
ok, þið hin líka.

Wednesday, January 31, 2007

Erfiður dagur

Það er ekkert hægt að segja í dag, röddin er farin, sálin sködduð, mér er strítt í skólanum og það mun verða dimmt í allan dag. En djöfull vorum við samt góðir í gær, þetta var leikur sem á eftir að lifa lengi þrátt fyrir tap.

Áfram Ísland.

Friday, January 19, 2007

Heilastorknunarframgangslosun

Ég þekkti einu sinni mann, Jón hét hann, hann vann og vann. Jón var sjúkur maður aldrei glaður frekar staður. Eitt sinn lagðist Jón í dvala oní bala, sem fullur var af grænum froskum frekar sposkum jafnvel skoskum. Hann lá með þeim í hægðum sínum, ekki mínum og ekki þínum bara froskahóp og grænum svínum. Veiktist Jón við baðið illa, fékk kvilla sem erfitt var að stilla. Dró á enda Jón til dauða, skildi eftir síðu auða í ævisögu kauða.

Æ þetta er bara einn af þessum dögum sem þarf að klára og það er víst betra að drepa tímann áður en tíminn drepur mann.
Góða helgi.

Monday, January 15, 2007

Nu er uti veður vont...

Það hreyfir smá vind hér á flatlendinu og allt verður vitlaust, tré detta á hausinn, vatn heldur að það geti flogið en fuglar ekki. Veðurfréttamenn keppast um athyglina enda yfirleitt ekki mikið að gerast hérna í blæstri og ofankomu, ekki hingað til alla vega. Skip komast ekki undir bruna og bílar ekki yfir hana, fólk er beðið um að halda sig innan dyra og þeir sem vinna hjá hinu opinbera bölva í hljóði eftir að hafa verið sendir út að reykja nú eftir áramótin. Allir bölva og ragna, með hvíðahnút í maganum og kúkinn í brókinna agnúast þeir yfir því að veröldin gæti verið að farast, Danmörk að slitna frá meginlandinu, bruna út á ballarhaf og sökkva.
En þetta er nú bara það næsta sem maður kemst heimþrá held ég.

Wednesday, January 10, 2007

Næstum eins og Susan Sarandon......

Ég held ég sé neyddur til að finna betri mynd af mér, þetta eru nú ekki fallegustu lúkkalækarnir í bransanum. En ég er nú svo sem engin perla heldur :( En ég er næstum því 60% líkur Susan Sarandon og hún er nú ekkert ljót, það er plús.

Tuesday, January 09, 2007

Af hverju erum við hamingjusamari?

Ekki tími fyrir eitthvað bull heldur bara blákaldar staðreyndir í dag, síðasta prófið í 40 tíma fjarlægð og lítill tími til þess að anda.
Fann þetta á netinu, þetta eru einhverjir snillingar sem hafa sett saman tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari en konur Mig langar að deila því með ykkur.

1. Við höldum eftirnafninu okkar.
2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur.
3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann.
4. Sama vinna, hærri laun.
5. Hrukkur auka á karakter.
6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000 krónur.
7. Fólk horfir aldrei á brjóstið á okkur þegar við erum að tala við það.
8. Það er gert ráð fyrir því að við ropum og rekum við.
9. Símtöl taka 30 sekúndur.
10. Við vitum hitt og þetta um skriðdreka.
11. Við þurfum aðeins eina ferðatösku fyrir fimm daga frí.
12. Við getum opnað krukkur.
13. Nærbuxur kosta 500 kall, 3 í pakka.
14. Þrjú pör af skóm er meira en nóg.
15. Við erum ófærir um að sjá krump í fötum.
16. Sama hártískan endist í áratugi.
17. Við þurfum ekki að raka okkur fyrir neðan háls.
18. Eitt veski, eitt skópar, sami litur, allt árið.
19. Við ráðum hvort við látum okkur vaxa yfirskegg.
20. Við getum gert jólainnkaup fyrir 25 ættingja, á aðfangadag, á 45 mínútum

Alltaf jafn hissa á því hvað einfaldir hlutir koma manni í gott skap.

Njótið lífsins

Monday, January 08, 2007

Þetta er ekki blogg

Ég er ekki bloggari. Ég er bleikur, loðinn, sveittur, giftur, faðir, nemi, bíleigandi, oftast klæddur, stundum rakaður, þungur, stór, gleraugnagaur, rauðskeggjaður, frændi, vinur, kunningi og óvinur. En bloggari er ég ekki. Ég er hamingjusamur, latur, Arsenalmaður, húsbóndi, kattaeigandi, vinstrimaður og Íslendingur, en ég er ekki bloggari. Fannst bara eins og fólki fyndist eitthvað annað þar sem að maður skrifar pistla á netið, en það segir ekki neitt. Það er einnig alger tilviljun og villandi í þokkabót að þessi vefsíða beri eftirnafnið blogspot.com, þetta er samt ekki blogg.

Því miður lesandi góður, ef þú komst hingað inn til að lesa blogg þá ert þú ekki á réttum stað, blogg er bara fyrir unglinga og aðra sem hafa ekkert við líf sitt að gera. Hér eru einungis sagðar ofurtilfinningagildaþrungnar lífssagnir og hugsanir um hugsanir hugsandi manns. En blogg, nei! Farðu eitthvað annað.

Njóttu dagsins.

Friday, January 05, 2007

þetta er ekkert spaug

Það er fimmti dagur ársins og brosið er komið í allri sinni dýrð. Sólin varð 11 ára í gær og þá eru ekki nema 350 dagar í næsta pakkaflóð. Til hamingju með afmælið elsku dóttir.

Það eru örfáir bloggarar sem eru alltaf að reyna að vera öðruvísi og er það bara gott mál. Það sem er mest inn núna í að vera öðruvísi er að tala ekkert um skaupið, ég ætlaði að vera öðruvísi líka en er núna opinberlega sprunginn á limminu, (fyndið orðatiltæki; að springa á limminu, sniðugt). Sem íslenskum útlendingi þá leið mér einkennilega rétt fyrir skaupið, þetta var eins og að fara að horfa á danska mynd mánuði eftir að maður flutti hingað út, maður var ekki viss um hvort að maður myndi skilja eitthvað af því. En það fór allt vel og margir punktar í þessu annars fína skaupi koma líklegast til með að verða klassík hjá undirrituðum, eins og fréttamaðurinn við hjólastólakonuna og Britney aðdáandann....priceless! Ég fattaði aldrei (og nú kem ég örugglega upp um heimskingjann í mér) Plútó brandarana?? en fannst þeir samt fyndnir.....PÚFF!

Apaplánetu samlíkingin var ekki svo fjarri raunveruleikanum held ég, þó við komum kannski ekki til með að lifa hana, en gamalmenna- og Pólverjasmölunin er eitthvað sem er að verða raunveruleiki og Gísli á uppsölum að heimta flatskjá var bara fyndið. Er samt á því að allmargir Íslendingar hafi tekið upp á því að vilja vera öðruvísi og ekki láta Pál Magnússon setja sig í sama pakka og "alla hina" þ.e. finnast þetta fyndið. Ég er nokkuð viss um það að þeir sem segja skaupiið drepleiðinlegt, ömurlegt og þar fram eftir götunum, þeir hafi líklegast sofnað yfir annálunum og dreymt eigið líf á skaupstíma.

Fólk verður að gera sér grein fyrir því að einn þáttur getur ekki sameinað húmor 300.000 mannvera í einn hlæjandi hóp. Þetta er samt sem áður einn mesti sameingarklukkutími Íslendinga árlega og ef heilu hópunum leiðist svona yfir þessu þá er kominn tími til að skipta um partý, það hlýtur að vera félagsskapurinn sem dregur lífslöngunina og húmorinn á eitthvað "jakkaföt og bindi, skyrtan girt og skór í stíl við beltið" plan.

Losið um bindin og hneppið frá, sprengingarnar eru alltaf úti EFTIR skaup.

NJótið þess að vera til, það er svo miklu skemmtilegra!

Tuesday, January 02, 2007

Kynlegar kveðjur og kynbrenglanir

Úff.....


Úff.......


Ja hérna!


Eitthvað gengur maður fyrir litlu eldsneyti í dag, skólinn byrjaður í allri sinni dýrð og enginn tilbúinn undir átökin. Ég hef lifað í blindni þess að skólaganga sé fyrirbæri sem fær lágmark 3 daga til afréttingar á nýju ári en nú hefur mér verið vísað réttan veg. Fyrirlestur um praktikperíóðu 2 sem hefst í lok febrúar var skellt á 2. janúar, gleðilegt nýtt ár! Þetta kalla ég slæmar nýárskveðjur.

Annars vona ég að morgundagurinn verði bjartari og að ég vakni með sterkara ljós í hjartanu og örlítið fyllra batterí. Það er erfitt að vera ekki jákvæðari en þetta á öðrum degi nýs árs, en svona er ég skapaður. Ekki alfullkominn, en......

Vona að allir hafi haft það gott um hátíðarnar og séu að rétta úr kútnum. Mitt mottó ársins verður alla vega að rétta úr kútnum sem er aðeins farinn að dreifa úr sér. Konan gaf mér baðvigt og of lítið vesti í jólagjöf, er enn að pæla í því hvort ég eigi að móðgast eða ekki. Ef ég hefði gefið eitthvað slíkt í jólagjöf þá væri ég líklegast fráskilinn eða konan mín elskuleg orðin ekkja!! Svona eru nú kynhlutverkin óréttlát, en við kallarnir fáum meira útborgað (ekki ég samt) þannig að þetta er kannski bara allt í lagi, eða hvað?

Hilsen