Monday, September 25, 2006

Klassik

Ég er ég og þú ert þú, hvor okkar er asni?

Wednesday, September 20, 2006

Hold

Málshættir dagsins:

Oft er holdsveikum höndin laus!

Oft missa holdsveikir andlitið!

Ekki það að ég sé eitthvað á móti holdsveiku fólki, þvert á móti. Ef holdsveikinnar nyti ekki við þá myndi maður líklegast hætta að finna varahluti úti á götu eins og putta, handlegg eða jafnvel eyra. Var að spá í hvernig best væri að geyma svona varahluti, þetta á það til að smita einhverri andskotans nálykt í mjólkina og það væri verra ef dóttir fengi sér eyra á brauð í staðinn fyrir skinku.

Finnst það líka svolítið forvitnileg pæling hvernig holdsveikum rís hold?!? Ætli það sé hægt? Brotnar það ekki bara af? Þetta er eitthvað sem ég þarf að ræða betur við félaganna.

Kveðja

Saturday, September 16, 2006

3-b og rockstar

Þá er praktíkin afstaðin í bili og ég hef eignast nýja vini, aðalvandamálið er samt að þeir eru allir 9-10 ára. Það lýtur ekkert vel út, út á við. En þetta er samt alveg voðalega skemmtilegur bekkur sem meðal annars inniheldur brasilískan "I am the one and only" gaur, handleggsbrotna gaurinn og þennann með fíflalætin. Sæti strákurinn er á sínum stað og sá plássfreki sem ýtir öllum og það þarf alltaf að sýna honum athygli og svo er það skrýtni gaurinn með fíflalætin sem á íslenskan fjárhund sem heitir Láki. Stelpurnar eru þarna líka, það er þessi feimna sem getur ekki lesið upphátt nema fyrir sjálfa sig, þessi litla með gleraugun og allt á hreinu er þarna, þessi sem virkar 7 númerum of stór fyrir bekkinn er þarna líka. Handahlaupaprinsessan spilar stóran þátt í bekknum og svo eru samlokuvinkonurnar alltaf saman, surprise!

Sem sagt gegnumgangandi meðalbekkur sem fékk reyndar afgerandi praktikant í heimsókn í 2 vikur nú og svo fer ég til baka á vígvöllinn í 5 vikur á vorönn, hlakka bara til, þetta eru svo miklir snillingar.

Magni, fjórða sætið!! Það er nú frekar ömurlegt finnst mér. En best finnst mér þó að það skuli verð móttaka í Smáralind og hann skuli ætla að koma fram með Á móti sól!!! Það er örugglega toppurinn eftir svona ferðalag. Grey maðurinn er búinn að rembast við að hrista ömurleikastimpilinn af sér og hefur tekist það alveg supernova vel. Hann er kominn á spilunarlista rokkstöðva á Íslandi og aðdáendurnir eru orðnir eldri en 13, hvað svo??? Kombekk með Á móti sól.......... andskotinn hafi það, hann hlýtur að hafa kynnst einhverjum góðum PR gæja þarna úti sem ætti að stoppa svona vitleysu. Kommon, það eina sem minnti á hans fyrrverandi hljómsveit var þetta frumsamda lag sem allir drulluðu yfir, þetta var ekki frumsamið rokklag, þetta var frumsamið Á móti sól lag. Þarf ekki að segja meir.

Nú vil ég bara fá Bubba, Dr, Gunna eða Sverri Stormsker í næst Rockstar

Tuesday, September 12, 2006

strengir og slæmir drengir

Nú er hafin þreyttasta vika ársins hjá öllum þeim sem tóku þátt í Klakamótinu í Kaupmannahöfn get ég lofað. Skrokkurinn er að gefa sig, allir vöðvar virðast strekktir til síns ýtrasta og engar, athugið ENGAR, snöggar hreyfingar geta mögulega farið fram þessa daganna. Koldingbúar stóðu sig með prýði eins og alltaf en við vorum slegnir út í 8 liða úrslitum af okkar eigin liðsfélögum (6 menn sem stungu bara af í skjóli nætur) sem koma til með að standa undir kjörorðunum "traustur vinir geta gert kraftaverk". En nóg af nöldri og leiðindum, við vinnum þetta bara næst.

Guttarnir í bekknu hafa verið nokkuð góðir við mig, en um leið og ég reyni eitthvað þá er einn sem er alltaf til í að ræða Ísland-Danmörk. Hann gleymir bara ekki!

Mig verkjar í puttana bara við að skrifa þetta og ætla ég frekar að eyða kvöldinu í lærdóm áður en ég togna á putta.

Wednesday, September 06, 2006

bara boltaleikur

Praktíkin byrjuð, allt gengur eins og í sögu, en hvernig sögu segi ég ekki. Krakkarnir eru frekar spenntir yfir íslendingnum sem talar svolítið einkennilega og skilur ekki allt og hafa alveg tekið hann í sátt. Verð samt grillaður ef að danir valta yfir Íslendinga í kvöld, þetta eru kaldrifjaðir drengir sem láta mig fá það óþvegið ef ég á það skilið. En greyið þeir ef Íslendingar vinna, þá yfirgefa þeir skólastofuna á morgun með brotna sjálfsmynd og skömm yfir konungsríkinu. Afneitandi föðurlandinu og skipast í einfalda röð á eftir manninum sem allt getur, Sigga praktikant!

Þetta er ekki bara boltaleikur, þetta er einskonar punktur í sögu hvers einstakling sem ákvarðar um það hvort honum langi til að vakna á morgun eða ekki. Hvort þú sért meðtækur í samfélaginu daginn eftir leik er ekkert sjálfgefið og ef að örlög þín beina þér inn í skólastofu með 30 dönskum börnum og Ísland hefur tapað 0-6 daginn áður, þá er ákveðin lífslöngun dreginn úr þér um leið.

Áfram Ísland.

Monday, September 04, 2006

Hlunkar og morgundagurinn

Á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun er ekki bara kominn nýr dagur, heldur dagurinn. Sjera Sigurður hefst handa á morgun við gáfu og þekkingarítroðslu í úthverfi Fredericia kl. 08:15.
Allir velunnarar hjartanlega velkomnir og ég býð alla vega upp á kaffi, ég veit ekki hvort bakkelsið í grunnskólunum hér sé eitthvað og ef það er, hvort það sé yfir höfuð ætt. Nánar rætt síðar.

Klakamótið alræmda hefst næstu helgi og eru leikmenn Borgar Óttans óðum að komast í form. Menn stefna á misjöfn form og eru þau helstu kúlulaga, perulaga og Barbapabbalaga (einstaka títiprjónn þarna inn á milli). Við erum alla vega Grænu hlunkarnir og verða sendar inn myndir síðar til rökstuðnings (nafngiftin ætti ekki að koma neinum á óvart).

Guð blessi dönsku börnin