Wednesday, November 28, 2007

Atvinna og dansari er ekki sama og atvinnudansari

Ég var í búð um daginn og það var ekkert merkilegt. Þannig að ekki ætla ég að skrifa neitt um það.
Kannski aðeins merkilegra að ég er kominn með vinnu hér í Kolding City of fear, sem eðalsölumaður!! Ég sel eingöngu quality og ekkert nema gæði. Þú færð það sem þú borgar fyrir og borgar fyrir það sem þú færð. Hvað ég er farinn að gera er annað og seinni tíma mál, en þetta er spennandi vinna á spennandi stað og varðar að mestu leyti spennandi staði.

Annars er ég að drukkna í verkefnavinnu í skólanum og ef ég hefði ekki "baywatch lifeguard official" próf upp á arminn þá væri ég eflaust dauður. Inn í þessum verkefna pakk er eflaust eitt það erfiðasta verkefni sem ég hef á öldinni þurft að leysa; 3-5 mínútna dans og takt æfingar fyrir unglinga. Eins og ég hafi einhvern takt eða dans í mér til að gefa áfram, nei, Gubbi var ekki svo góður við mig, hann gaf mér bara hár og loðið bak.
Rita kannski meir um andlega niðurlægingu og smánun þegar ég hef skilað myndbandinu. Lofa engum að setja það á netiið. Þið getið þá ekki séð það hér :)
Þangað til næst, dans on!

Friday, November 23, 2007

Sellulífsleikni

Þetta gæti bara ekki verið vonlausara. Búinn að safna öllum heilasellunum saman og skipta í tvö 11 sellna lið, annað líðið átti að sjá um skólann og hitt líðið um lífið og bloggið. Annað hefur nú komið á daginn og eru skólasellurnar með 8 lánssellur og því aðeins 3 sem sjá um restina. Bloggið var því mér óafvitandi sett á hakann og það kann ég ekki við.
Feitikallinn er kominn til að vera.... eða ekki vera, það er nú spurningin. En sellurnar eru í yfirvinnu núna og ekki allt of smart að bræða úr þeim, það eru ekki margar til vara.
Nú hef ég lifað eftir spakmælum sjónvarpsþáttahetju sem aldrei gleymist, Cliff Calvin, en hann útskýrði þetta fyrir Norm í einum Cheers þáttanna

"Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....
Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni.
Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í
hjörðinni sem eru drepnir fyrst.

Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með
reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar
hjarðarinnar og hraði hennar.

Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu
heilasellurnar leyfa. Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en
eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst.

Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar
drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari.

Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"

Ætli það sé hægt að kaupa eða skipta á sellum eins og fótboltaköllum? Kannski að fá eina hraða fyrir 2 hægar eða eitthvað svoleiðis?

Cheers!!
Siggi

Monday, November 19, 2007

Tíminn er kominn

Feitimaðurinn, oftar þekktur sem feitikallinn eða ég, er að reyna eftir bestu getu að snúa aftur inní þennann heim pælinga og hugrenninga.
Sverðið er orðið sterkara en penninn sem er löngu fallinn fyrir lyklaborðinu, heimshitun orðin að veruleika fyrir marga hugsjónista og feitikallinn er farinn að sprikla sem aldrei fyrr. Heimur versnandi fer!
En það er gott að lifa í heitari heimi og sskylmingar eru ekki inn lengur. Fyrir ykkur hin, feitt fólk má líka hreyfa sig!! Það eru mannréttindi að taka tvo sæti í flugvél og það eru mannréttindi að éta það sem hægt er að éta. Mannkynið hefur nú ekki barist fyrir því að komast á topp fæðukeðjunnar fyrir ekki neitt...
Étum það sem við getum, meltum það og fretum....
Þetta er nógu þroskað fyrir daginn í dag held ég, góða nótt!