Tuesday, April 25, 2006

miðvikudagur til martraðar

í fyrsta sinn á ævinni er ég með tannpínu (nei, það á ekki að vera s þarna fremst, þetta er bara tannpína). Þetta er alveg nýtt fyrir mér að vera að drepast í kjaftinum án þess að vera með tyggjó eða seigt kjöt. Ég hringdi í tannlækninn áðan og var nú nokkuð rólegur því bið hérna er venjulega 1-2 vikur og ég var farinn að hlakka til að eyða þessum tíma með verkjalyfjum og dagdrykkju en nei, ekki boðið upp á svoleiðis lúxus í mínu lífi. Andskotans læknirinn getur tekið á móti mér á morgun!!! Ég fékk bara skjálftann enda hef ég aldrei lent í neinu stóralvarlegu með þessa menn sjálfur, en ég hef heyrt allar sögurnar af þeim. Ég hef heyrt sögur um það þegar þeir hafa næstum því drepa fólk í stólnum og slitið af fólki eyrun eða rifið einhverja tönn úr sem var föst við augnbotnana og augað bara poppaði aftur á bak. Ég hef heyrt sögur af því að þeir hafi rekið hnéð í punginn á fórnarlambinu við að rífa eitthvað úr eða brjóta eitthvað, þeir hafa rifið í sundur kinnar á fólki og sprautað flúor inn í fólk í staðinn fyrir deifingardraslinu o.s.fr.v
Mér var kennt það sem barni að safna öllu sem gerist í lífinu í svokallaðann "reynslupoka" og taka með mér hvert sem ég fer, það væri alltaf gott. Þetta litla ráð, hefur samt gert það að verkum að ég á ekkert eftir að sofa í nótt vegna fyrirhugaðs fundar við tannlækninn. Þetta er án efa heimskulegasta ráð sem hægt er að gefa barni og þegar ég mæti í fyrramálið og hitti örlög mín þá á ég eflaust eftir að fara að pissa í mig og hlaupa grátandi heim. Nema ég vakni kl. 06, taki bjór og parkodin með ristaða brauðinu í morgunmat, ég á hálfa wisky upp á skáp og næði örugglega að fara langt með hana yfir mogganum fyrir kl. 10.
Já, ég held að þessi hræðsla er alger óþarfi rétt eins og botnlanginn í manni og forseti á Íslandi. Ég held ég taki þessu bara eins og karlmaður og biðji um svæfingu.

Tuesday, April 18, 2006

bje, ij, bje, ell, ij, a, er bokin bokanna

Nú eru páskarnir nýafstaðnir og flestir sáttir við hvíldina, friðinn, guð og biblíulestrana. Allir komnir með pungaskilning á jesú og lærisneiðunum, krosshengingunni og öllu hinu. það er samt eitt sem ekkert voða margir vita og eru alveg voða pirraðir útí júdas fyrir að svíkja kónginn, en það er ekki satt. Þetta var nefnilega fyrsta framapotunar plott sögunnar. Jesú fór nefnilega að pissa rétt fyrir mat og valgdi pissuskálina við hliðina á Júdasi og byrjuðu þeir að spjalla svona eins og menn spjalla þegar þeir halda um vininn á sér. Þetta endaði all vega með því að Jesú bað Júdas um að svíkja sig því hann var orðinn þreyttur á að vera alltaf eitthvað að galdra og fá ekkert fyrir það. Júdas var nú ekkert á þessu í byrjun en eftir mikla sannfæringarræðu um að Júdas yrði frægasta lærisneiðin þá sló hann til, hljóp út og klagaði krissa. Fékk hann svo festan á krossinn og var hataður um stund en er nú í hugum okkar 20.aldarbúa sá eini af "the fantastic 12" sem við þekkjum með nafni. Gott plott.

Fékk annars páskaegg sent frá íslandinu góða og fékk ég málsháttinn "geðprýði er gulli betri!" passar ágætlega hef ég heyrt. Ég brjálaðist samt og grýtti egginu í vegginn, snéri gula plastfuglinn úr hálsliðnum og kveikti svo í helv... miðanum. Hljóp út, skallaði nágrannann, reif utan af mér skyrtuna og öskraði lungun úr mér, hrækti á götuna, sparkaði í næsta póstkassa og fór svo að spá í því hver hefði eiginlega byrjað með þessa málshætti. Ótrúlegt hvað hann hittir oft í mark, örugglega sniðugur gaur...

Wednesday, April 12, 2006

sa steiktasti i langan tima

Jæja þá er frú feitakallsins og dóttir feitakallsins búnar að yfirgefa hann í 2 daga, köben beibí. Feitikallinn sem kallar ekki allt ömmu sína, enda á hann bara eina ömmu og getur ekki kallað neinn annan ömmu sína, flatmagar í slotinu á meðan með öl í annarri og öl í hinni. Það er samt hálfbjánalegt að segja að feitikallinn geti FLATmagað því það er nú ekki mikil flatneskja þar á ferð, en feitmagað hljómar bara svo illa að við höldum okkur við flatmagað. The polyphonic spree og tónlistin úr Thumbsucker í tækinu og feitikallinn liggur bara í sófanum og klappar buffinu í gríð og erg (til að hreinsa ykkar sóðalegu hugsanir þá er Kaktus (Cactuz á ensku) ofvaxni kötturinn okkar nefndur buffið og er réttkjörinn formaður Bufffélagsins (3 f í röð er ekki algengt í orðum) EDDU (Eflaust Dáðustu Drengir Alheimsins)). Púff, hvað þetta voru margir svigar!

Hafið þið heyrt lagið "The 3 Days Of Jesus Christ And People" með Gissuri Birni Eiríkssyni? snilld!!!

Táin er annars að komast í sitt fyrra form (það er svona tálaga form) og er hætt að kvarta og þakkar fyrir allar heillaóskirnar og blómin sem hún vonaðist til að fá og heldur að hún hafi fengið. En hún er auðvitað í sokkum allann daginn og veit ekkert hvort það hafi komið blóm, ég get logið öllu að henni, hehehe. Hún er eins og stríðsfangi í Írak, teipuð föst allann daginn, poki settur yfir hausinn á henni og rakastigið og fúkkalyktin langt yfir meðallagi venjulegrar rotnunar. Ef táin gæti talað þá yrði ég líklegast kærður fyrir stríðsglæpi og skorinn af henni.

p.s. Ég fylgist með ykkur.

Það besta hingað til: Ef hægt er að vera of hreinskilin, þá er hægt að sjá það hér

Sunday, April 09, 2006

CS2 - hljomar tæknilegt

Ekki er nú mikið að gerast í annars mikilvægu lífi þessa daganna. Vejle námskeiðið búið og maðurinn orðinn að snillingi í flestu því sem þar var kennt þ.e. Photoshop CS2 (stolinni útgáfu) Illustrator CS2 (einnig stolið) og InDesign (illa fengin útgáfa). Allt er þetta löglegt og fínt og langt utan lög-, land- og páska helgi. Páskasælan framundan með ógurlegu áti og vitleysu ef ég þekki sjálfan mig rétt, en ég er samt í sama pakka og flestir....ég hef ekki hugmynd um það hver ég er þannig að málið er dautt og ég get ekkert fullyrt um át eða vitleysu að svo komnu máli.
Skautið áfram

Thursday, April 06, 2006

fredid thyskt brotid vopnabur (urdrattur)

Thá hefur helv... sjúkrahúsid verid heimsótt eina ferdina enn. ARSENAL Vid fengum svona tæki, eitthvad svona skídagøngutæki ad láni hjá hreidari og Gunnu hér um daginn. Bølvad tækid hefur ekki losad mig vid eitt kíló (enda kannski ekkert mikid notad) en samt nád ad brjóta eina ARSENAL tá. Já ég sparkadi í tækid med stórskemmtilegum ARSENAL afleidingum og gólfkyssingum. Haltra svo um allt eins og bjáni og hugsa tækinu theygjandi thørfina.
Skellti mér svo til tískulands/fiskalands/thyskalands/germany í gær med honum Gústa ARSENAL nágranna og fyllti á øl, gos og kaffi birgdir med gódum ARSENAL árangri. Thar rakst ég á ansi hreint skemmtilega ARSENAL vøru, nefnilega cannabis bjór!!! Thessi líka girnilegi ARSENAL vøkvi var audvitad keyptur en ekki drukkinn í gær vegna barnamergdar en ég veit ekki hvenær ARSENAL smøkkunarkvøldid verdur en thad verdur ørugglega rætt um thad thegar af verdur.
Thad er svo kannski rétt ad geta thess ad mínir menn (ARSENAL ef einhver er ekki viss) eru ad gera ansi hreint góda hluti í Evrópu thessa daganna og minna um margt á sjálfann HItler. Slátra øllu sem fyrir er og skilja eftir sig stráfelld stórveldin eitt af ødru. Rædum framhaldid sídar.
Hafid gódann dag med hreint arsenal hjarta

Monday, April 03, 2006

ljoð dagsins er tileinkað konum

Þinn líkami er fagur
sem laufguð björk,
en sálin er ægileg
eyðimörk.
(Davíð Stefánsson)