Tuesday, October 03, 2006

Rattati er hinn heimski hundurinn...

Það er farið að gerast æ oftar að ég sé búinn að logga mig hingað inn og er að fara í gírinn með skrifturnar (puttana) þá gerist eitthvað, síminn, bjallan, barnið, konan, borgarstjórinn eða Bush. Það er alltaf einhver truflun. Núna er ég til dæmis bara að þrjóskast því ég var að átta mig á því að ég er að verða of seinn á fund, en ég ætla bara að mæta aðeins of seint. Nei, ég get það ekki, það er víst minn hagur að mæta á réttum tíma. Ég er ekkert annað en þræll umhverfisins sem nýtur þess að traðka á góðmennsku minni. Sko, þarna fékk ég loksins sagt það sem mig langaði. Fargi af mér létt, þó ekki mælist það reyndar á vigtinni, en það er annað og meira mál. Fundurinn kallar, hundurinn hlýðir.
Hafið góðann dag.