Monday, December 24, 2007

kveðja

Gleðileg jól og farsælt komandi ár til þín litli minn og litla mín.....

Friday, December 14, 2007

Nu er úti veður gott...

ó veður, ó veður, ég elska þig. Sérstaklega þegar þú kemur fram sem óveður og traðkar yfir aðra en mig. Frekar einkennileg tilfinning að lesa um allt þetta óveður á Íslandi, þegar maður er í valkrísu hér í kolding hvort að það taki því að fara í jakka!! Svo skokkar maður (smá ýkjur) út í búð og mætir gaurum í kvartbuxum með brettið undir hendinni. Ekki alveg eitthvað til að kveikja í jólaskapinu....
Ekkert annað að gera en að loka sig inn í koti með ofninn á 180 og hrærivélina á fjórum, jólahjól í tækinu og piparkökumálun í stofunni. Það eru víst bara jól einu sinni á ári og þá vill maður ekki missa af þeim vegna veðurs. Of góðs veðurs!!!

Wednesday, December 12, 2007

Þetta er nú bara snillingur þessi drengur....

Ef maður fær mann í viðtal vegna þess að hann villir á sér heimildir, er þá hægt að fara í fýlu út í viðkomandi fyrir að villa á sér heimildir aftur?? Bara pæling sem vaknaði í vinnunni....

Konfekt gerð á hundraðinu á heimilinu og jólakortagerð er langt komin, ef þið viljið fá send jólakort þá megið þið endilega hafa samband og ég sendi eitt um höfuð, herðar, hné og hæl.

Rita fleiri stafi síðar.
The S.

Sunday, December 09, 2007

Vífill og Vogar

Það var kominn tími til að einhver sýndi á sér kúlurnar á Íslandinu góða án þess að vera með fulla vasa af peningum. Það er djúp virðing fyrir manni sem svínar á allar reglur og siði án þess þó að skaða einhvern illa, nema auðvitað grey fréttamannin á stöð 2. Vífill Atlason er nafn sem er fyndið að vitna í þessa daganna og vonandi nýtur hann þess að vera svona á toppnum. Því eflaust er fallið jafn hátt og klifrið upp. Samt svívirðilegt til þess að hugsa að RUV skuli haga sér svona á samkeppnismarkaði, en drengurinn leysti þetta mál af einskærri snilld.
Finnst eiginlega að Ólafur Ragnar ætti að hringja í Bush og panta viðtal, leyfa svo stráknum að svara og klára málið. Hann verður að fá að keyra málið í höfn, ég get ekki ímyndað mér hvað hann hefði annars sagt við runnann.
Ekki alveg jafn jákvæð athygli að reyna að þurrka Voga útaf kortinu með íkveikju, vantar allt hugmyndaflæði!!!

Thursday, December 06, 2007

stress er bara fyrir ......

Það er alltaf vænlegt til árangurs að byrja bloggsíðuna sína upp á nýtt þegar sólarhringurinn er ekki nægur til að snýta sér einu sinni. Ekki það að það sé eitthvað jólastress, alls ekki. Jólin koma ekki næstum því strax, svo það er langt í það að það stress láti á sér kræla. Ég er nú orðinn meira svona morðingja stressaður, það virðast allir vera að drepa alla í þessari blessuðu veröld. Heimurinn er fullur af svona smáklkkuðu fólki sem gæti triggast við minnsta pot. Ekki veit ég hvort það sé eitthvað sniðugt að ræða þetta eitthvað frekar, þetta gæti verið tekið rangt upp og triggað morðingjagen einhvers.
En þrátt fyrir góðar líkur miðað við margt annað, þá hef ég ákveðið að að hætta að stressa mig yfir biluðum einstaklingum og ákveðið að stressa mig frekar yfir jólunum. Þau eru jú bara næstum því á morgun og ég á eftir að gera allt!!! Ég blogga ekki meira í dag fyrir jólastressi, er ekki alveg að höndla þetta....
Vi ses!