Monday, November 27, 2006

Allt a frekar lagu plani i dag

Þetta verður bara í samhengi við fyrirsögn dagsins og við erum að tala um klósettferðir í þessu tilviki. Ég komst nefnilega að því, án þess að hitta viðkomandi, að það er annar útlendingur í kennaraháskólanum í Jelling city, það er nokkuð ljóst. Ég þurfti að bregða mér frá í frímínútum morgunsins til að losa út óþarflega mikla kaffidrykkju klukkutímana áður. Salla rólegur lalla ég ganginn á enda, heilsa eða öllu heldur kinka kolli svona feimnislega til fólks sem mér finnst ég alltaf vera að mæta á göngunum. Þetta er svona á þekki þig en þekki þig samt ekki stiginu. Jæja, nóg um það.

Áfangastaður þessarar göngu og gangnaferðar var klósettið gengt tölvustofunni og var hún að sjálfsögðu full, svona saga myndi aldrei gerast ef tölvustofan hefði verið tóm, (lögmál Murphys). Ég gríp í húninn og það er opið, geng inn og kemst að því að ef ég hefði komið einni mínútu fyrr, þá hefði verið lokað......það er alveg á hreinu. Vegsumerkin voru ekki sjáanleg en einkenni á borð við ógleði og öndunarerfiðleika (hjá mér á þessum tímapunkti) sögðu alla söguna. Þessi saga hefur örugglega eitthvað með hlaup og tæpasta vað og hjúkk að gera. Verst samt fyrir viðkomandi að tölvustofan skuli hafa verið full, hehe, gott á hann/hana.

Ekki hafði ég, nýbyrjaður útlendingurinn, geð í mér (enda þarna orðinn fullur af ógeði) að yfirgefa þetta herbergi svona nýkominn inn án þess að klára það sem klára þurfti. Tek þessi tvö skref sem vantaði upp á þegar það rennur upp fyrir mér að það er annar útlendingur í skólanum!!! Jessica Fletcher, Colombo, Barnaby og Hercule hvað!! Þetta var augljóst, þarna þegar ég er að gera mig klárann, þá þarf ég að taka upp klósettlokið! Eitthvað sem Danir, af einhverjum óskiljanlegum og áður pældum ástæðum, gera ekki. Alltaf skal andskotans lokið vera uppi þannig að bremsuför og óskolaður leirburður blasir við manni þegar maður mætir á svæðið. Þeim er alveg sama.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé skynsamlegt að reyna að finna þennann útlending þar sem fyrstu "kynni" voru nú ekkert til að hrópa húrra yfir og ég veit ekki hvernig ég ætti að útskýra fyrir viðkomandi hvernig ég hefði komist að því að önnur geimvera væri í skólanum.

En, jæja, ég andaði bara með munninum kláraði pokann, LOKAÐI klósettinu, vaskaði gaflana, þurrkaði þá og greiddi í gegnum hárið. Opnaði fram á gang og nema hvað.....stelpa sem er með mér í íþróttatímum var að bíða eftir bölvuðu klósettinu og það verður væntanlega vandræðalegt moment þegar ég mæti þangað á föstudaginn.

Shit happens!

Monday, November 20, 2006

einn, tveir og allir i röð

Hef stundum velt því fyrir mér af hverju Íslendingar geti ekki nú eða vilji ekki fara í röð. Ég var staddur í Stokkhólmi um daginn sem án efa er höfuðborg raðanna og þar er þetta alltasaman sjálfsagt mál. Þeir þarna uppfrá (frá mér séð) fæðast, lifa og deyja í röðum. Allt samfélagið er í línum, röðum og lengjum hvert sem litið er, aldrei neinn að svindla sér eða troðast, nema ef vera skildi bara til að auka snertinguna við manninn fyrir framan sig.

Sænska er eins og allir heyra (nema heyrnarlausir, þeir hafa aldrei heyrt sænsku. Upplýsandi innskot höfundar.) ókarlmannlegasta tungumál veraldar. Það er ekkert jafn rangt eins og að hlusta á rígfullorðna pólítíkusa í sænsku sjónvarpi vera að reyna að vera alvarlegir, nei það gengur ekki. Þetta er fallegt barnamál og flestar konur geta talað þetta og haldið kúlinu en ekki karlar, nei vonlaust. En það er annað mál.

Kannski er það þessi snerting sem maðurinn fyrir aftan þig í röðinni veitir sem hindrar Íslendinga frá því að standa í röð. Það er alla vega óþægileg tilhugsun að standa í röð þar sem vinur gaursins fyrir aftan þig "stendur" líka, úff aðeins of mikið pælt. Eða ef maður finnur létta snertingu á sitt hvorri rasskinninni, lítur aftur fyrir sig og sér eldri konu, brjóstahaldaralausa í hlýrabol. Það er jú alþekkt að eftir því sem konur eldast þá hækkar naflinn á þeim, þ.e. hann verður allt í einu staðsettur mitt á milli brjóstanna ca. 20 cm fyrir ofan geirvörtur.

Ekki get ég ákveðið fyrir alla Íslendinga af hverju þeir fara ekki í raðir ef þeir komast hjá því, það getur t.d. orsakast af snertfælni, andfýlufælni, perrafælni eða bara ótrausti á eigin sjálfstjórn ef maður laðast að fólki í röðinni. En eitt get ég dregið af þessu.

Ef þú kemur með uppástungu um að allir skuli nú drífa sig í röð, þá ertu annað hvort pervert eða Svíi.

Brosið

Thursday, November 16, 2006

fimmtudagspistill Sjera Sigurðar

Allir vegir liggja til andskotans hefur mér verið sagt, en ekki endilega beint samt. Það er víst möguleiki á því að þú nýtir einhver af lífunum þínum til góðra gjörða og lengir þá um leið leiðina til hans þarna niðri. Ekki veit ég hvort þetta sé satt eða ekki en ég veit að það er verið að fylgjast með okkur!!!
Guð faðir almáttugur, faðir jesú bróður besta, ástarfaðir himinhæða og allt það hefur nefnilega sent Krissa kallinn oftar en einu sinni niður til að kíkja eftir okkur. Í þetta skiptið kom hann nokkuð vel falinn, en glöggir (örugglega jólaglöggfullir) eigendur voffa litla komust að því sanna eins og sjá má greinilega í rassgati þess litla ef þessi síða er skoðuð

Ég er sannleikurinn og lífið! (smellið á svarta miracle kassann)

Hvað er það sem kemur svo úr höfði drottins? Hinn heilagi sannleikur? Kannski.
(Hef það einhvern veginn á tilfinningunni að ég hafi stytt ferðina niður með þessu.)
Guð veri með ykkur.....og mer

Wednesday, November 15, 2006

It's alive!!!

Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég ætti kannski að fara að skipta af tunglhraða og koma til baka to the real world? Sumum finnst það gott að stressa sig og aðra upp í það óendanlega (það getur þó verið endanlegt ef maður drepst...) og skamma mann fyrir bloggleysi og leti. LETI!!! Svona svívirðingum nenni ég sko ekki að svara, það er þekkt stærð í heimi Sigurðar að hlutirnir gerast bara mishratt. Þetta er einföld, en samt mjög flókin, eðlisfræði sem liggur þarna að baki. Alls konar efnafræði tengdar staðreyndir sitja þarna líka, eins og svefnþreytu mólikúlin og lærdómsheilaselluáreitingarmólikúlin eru búin að vera mjög virk hjá mér undanfarið.

En ég ætla að gera mitt besta til að hald sjálfinu lifandi og halda (móli)kúlinu.
Nokkrar fínar pælingar hafa verið að gerjast í mér og koma til með að blómstra hér innan fárra tunglhringja.
Njótið dagsins.