Monday, September 04, 2006

Hlunkar og morgundagurinn

Á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun, á morgun er ekki bara kominn nýr dagur, heldur dagurinn. Sjera Sigurður hefst handa á morgun við gáfu og þekkingarítroðslu í úthverfi Fredericia kl. 08:15.
Allir velunnarar hjartanlega velkomnir og ég býð alla vega upp á kaffi, ég veit ekki hvort bakkelsið í grunnskólunum hér sé eitthvað og ef það er, hvort það sé yfir höfuð ætt. Nánar rætt síðar.

Klakamótið alræmda hefst næstu helgi og eru leikmenn Borgar Óttans óðum að komast í form. Menn stefna á misjöfn form og eru þau helstu kúlulaga, perulaga og Barbapabbalaga (einstaka títiprjónn þarna inn á milli). Við erum alla vega Grænu hlunkarnir og verða sendar inn myndir síðar til rökstuðnings (nafngiftin ætti ekki að koma neinum á óvart).

Guð blessi dönsku börnin

1 comment:

gudni said...

Það kemur ekkert annað til greina en sigur í þessu móti Sigurður!!!! Djöfull væri ég til í að skella mér, bara verst að þetta er helgin sem stórveldið (vonandi) tryggir sér sæti í úrvalsdeild í fyrsta skipti! Svo á að heyrast "dónadónadóna..." sælla minninga ;)