Monday, January 15, 2007

Nu er uti veður vont...

Það hreyfir smá vind hér á flatlendinu og allt verður vitlaust, tré detta á hausinn, vatn heldur að það geti flogið en fuglar ekki. Veðurfréttamenn keppast um athyglina enda yfirleitt ekki mikið að gerast hérna í blæstri og ofankomu, ekki hingað til alla vega. Skip komast ekki undir bruna og bílar ekki yfir hana, fólk er beðið um að halda sig innan dyra og þeir sem vinna hjá hinu opinbera bölva í hljóði eftir að hafa verið sendir út að reykja nú eftir áramótin. Allir bölva og ragna, með hvíðahnút í maganum og kúkinn í brókinna agnúast þeir yfir því að veröldin gæti verið að farast, Danmörk að slitna frá meginlandinu, bruna út á ballarhaf og sökkva.
En þetta er nú bara það næsta sem maður kemst heimþrá held ég.

No comments: