Friday, January 05, 2007

þetta er ekkert spaug

Það er fimmti dagur ársins og brosið er komið í allri sinni dýrð. Sólin varð 11 ára í gær og þá eru ekki nema 350 dagar í næsta pakkaflóð. Til hamingju með afmælið elsku dóttir.

Það eru örfáir bloggarar sem eru alltaf að reyna að vera öðruvísi og er það bara gott mál. Það sem er mest inn núna í að vera öðruvísi er að tala ekkert um skaupið, ég ætlaði að vera öðruvísi líka en er núna opinberlega sprunginn á limminu, (fyndið orðatiltæki; að springa á limminu, sniðugt). Sem íslenskum útlendingi þá leið mér einkennilega rétt fyrir skaupið, þetta var eins og að fara að horfa á danska mynd mánuði eftir að maður flutti hingað út, maður var ekki viss um hvort að maður myndi skilja eitthvað af því. En það fór allt vel og margir punktar í þessu annars fína skaupi koma líklegast til með að verða klassík hjá undirrituðum, eins og fréttamaðurinn við hjólastólakonuna og Britney aðdáandann....priceless! Ég fattaði aldrei (og nú kem ég örugglega upp um heimskingjann í mér) Plútó brandarana?? en fannst þeir samt fyndnir.....PÚFF!

Apaplánetu samlíkingin var ekki svo fjarri raunveruleikanum held ég, þó við komum kannski ekki til með að lifa hana, en gamalmenna- og Pólverjasmölunin er eitthvað sem er að verða raunveruleiki og Gísli á uppsölum að heimta flatskjá var bara fyndið. Er samt á því að allmargir Íslendingar hafi tekið upp á því að vilja vera öðruvísi og ekki láta Pál Magnússon setja sig í sama pakka og "alla hina" þ.e. finnast þetta fyndið. Ég er nokkuð viss um það að þeir sem segja skaupiið drepleiðinlegt, ömurlegt og þar fram eftir götunum, þeir hafi líklegast sofnað yfir annálunum og dreymt eigið líf á skaupstíma.

Fólk verður að gera sér grein fyrir því að einn þáttur getur ekki sameinað húmor 300.000 mannvera í einn hlæjandi hóp. Þetta er samt sem áður einn mesti sameingarklukkutími Íslendinga árlega og ef heilu hópunum leiðist svona yfir þessu þá er kominn tími til að skipta um partý, það hlýtur að vera félagsskapurinn sem dregur lífslöngunina og húmorinn á eitthvað "jakkaföt og bindi, skyrtan girt og skór í stíl við beltið" plan.

Losið um bindin og hneppið frá, sprengingarnar eru alltaf úti EFTIR skaup.

NJótið þess að vera til, það er svo miklu skemmtilegra!

1 comment:

Anonymous said...

plúto brandararnir voru útaf það er búið að taka fella plútó útaf "reikistjörnulistanum" þannig að hún er ekki lengur ein af 9 reikistjörnum, þær eru núna átta þannig þetta tengdist því e-ð.. mjög fyndið tho