Monday, February 27, 2006

"Skitur for hele familien"

Hungry anyone? Hverjir auglýsa svona aðrir en Danir?
Síðan ég flutti hingað til Danmerkur hafa alltaf verið nokkrir svona litlir hlutir við Danina sem að bæði bögga mig og gleðja og erfitt er að útskýra, hér ætla ég að nefna 3 þeirra.
1) Af hverju spyrja þeir:"Hvad er klokken?" Þegar klokke þýðir bjalla eða kirkjuklukka og á ekkert skilt við veggklukku, úr eða nokkuð annað sem mælir tíma að neinu leiti!!
2) Af hverju eru allar pulsur helmingi stærri en brauðið?? Tala slátrarinn og bakarinn aldrei saman? Þetta hefur örugglega byrjað sem eitthvað stríð, sonur fyrsta slátrarans hefur afmeyjað dóttur fyrsta bakarans og upp frá því hefur bakarinn aldrei vilja baka neitt sem passar fyrir "pulsur" slátrarafjölskyldurnar.
3) Vinsælt jólakaffiboðameðlæti hér eru eplaskífur sem eru borðaðar með sultu og flórsykri, en þær eru búnar til úr einhverju kleinudegi og eru, eins og nafnið gefur til kynna, kúlur eða bollur með engum eplum í !!! Auðvitað, eplaskífur, segir sig sjálft....

3 comments:

Anonymous said...

HE HE HE...þetta númer 2 er nú bara efni í góða mynd ;O) Skelltu í eins og eitt handrit ;o) hlakka strax til að sjá hana, en ég má velja slátararasoninn..með stóra BUNGU...;O)

Hey hvernig er hendin ?? Maður gerir alltaf e-h fyrir vini sína, og varstu ekki að kvarta undan því að þú þyrftir að æfa meira, hlýtur að vera orðin massaður...bara koma á fyllerí með Hörpunni !!!!

gudni said...

Eplaskífurnar eru náttúrulega priceless andskoti, man sérstaklega að ein einstaklingur í bufffélaginu var gríðarlega sáttur við þetta, eða ekki...

Jóda said...

það væri nú gaman að fá svona úttekt á undarlegu háttarlagi og siðum íslendinga..
alveg örugglega ekki minna skemmtilegt! J.