Tuesday, February 14, 2006

Goða Nott Island

Jæja þá er Ísland dottið í það! Og múhameð skálar fyrir því (að það er ekki bara hans fólk sem er hægt að heilaþvo á 30 gráðum).
Ég er hættur að átta mig á hvort sé heimskulegra, heilaþvotturinn á bak við Silvíu Nótt og Eurovisionlagið hennar eða heilaþvotturinn á bak við mótmælin gegn múhameðs-teikningunum. Þó ég hafi ekki fylgst svo vel með þeim lögum sem spiluð hafa verið, þá finnst mér samt eitthvað athugavert við að þetta hafi verið orðið "langbestalagkeppninnar" hjá flestum ungmennum á Íslandi áður en mörg önnur lög voru spiluð og jafnvel áður en lagið sjálft var "frumflutt"!!! Þetta finnst mér standa jafnfætis menningarstigi því og múgæsingi sem á sér stað hjá mörgum múslimskum löndum þessa daganna. Þar hafa menn heldur ekki heyrt eða séð allar hliðar málsins en eru samt sem áður mættir á torg til að mótmæla því sem þeim er sagt að mótmæla. Ekki ætla ég að fara út í smáatriði þessarra deilna en flestir læsir geta orðið sér út um staðreyndir málanna fyrir lítinn pening og með lítilli fyrirhöfn.
Einn punktur finnst mér þó standa upp úr og það er það hvað er miklu fljótlegra að heilaþvo áberandi hóp á Íslandi en í þessum arabalöndum. Það tók um fjóra mánuði að kreista einhver viðbrögð útúr múhameðsmönnum með tilheyrandi ýkjusögum væntanlega og lygum jafnvel, gamalgrónu hatri á vestrænni menningu og tjáningarfrelsið og með áróðri þeim sem tíðkast þarna fyrir sunnann okkur, en það tók ekki nema 3-4 daga (viku tops) að knésetja íslensk ungmenni, snúa þeim mót efstaleitinu og tilbiðja Nóttina. Aðferðirnar sem voru notaðar? Brjóta reglur, herja á þá sem auðveldast er að plata, ala á ungmennadýrkun. Aðferðirnar eru kannski ekki þær sömu, enda eru þær íslensku í það minnsta 16 sinnu hraðvirkari en kannski ekki alveg jafn öfgfullar. Gaman samt að sjá að allir þessi ungu sem "aldrei" horfa á Eurovision og opinberlega hata keppnina af því að hún er ekki nógu töff, eru farnir að berjast fyrir lagi í keppninni með öllu hjarta eins og sannir Eurovisionaðdáendur (SANNIR Eurovisionaðdáendur eru aðallega hommar skilst mér).
Þegar allt þetta er í botninn sett þá sannast það sem ég hef alltaf haldið fram: Það er ekkert auðveldara að ...æ, krapp, ég man aldrei hvað ég hef alltaf sagt því mér gengur alltaf svo illa að fylgja eftir eigin skoðunum. Það var samt örugglega eitthvað stórmerkilegt.
Sem minnir mig á það að ég var að keyra með dóttur minni í bíl hér um daginn og bíllinn fyrir framan okkur hegðaði sér eins og fífl. (Án þess að vera með einhverja fordóma þá held ég að það hafi samt verið bílstjóranum í hinum bílnum að kenna að hinn bíllinn keyrði eins og fífl.) Ég reyndi að komast fram hjá honum, oft, en án árangurs. Loksins stoppaði fíflið og ég komst fram hjá en ég sá ekki bílstjórann. Dóttir mín, sem er nú með skarpari skepnum á þessarri plánetu, sér bílstjórann lítur á mig með sigurglampa í augum og segir: "pabbi, þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér. Þessi var ekki gamall með hatt og þetta var heldur ekki kelling!" Hvernig er hægt annað en að elska svona börn?

5 comments:

gudni said...

Ertu semsagt að segja að "til hamingju ísland" sé ekki gott lag????

feitikallinn said...

Ef maður hlustar nógu oft og trúir nógu fast, þá geta öll lög orðið góð lög. Ég er ekki búinn að hlusta nógu oft og ég trúi ekki nógu fast þ.a. nei mér finnst þetta ekki gott lag ennþá. En ef ungmennadýrkuninn heldur áfram og börnin fá bara að kjósa þá geri ég mér grein fyrir því að ég komi til með að heyra þetta oftar og ég kannski læri að fíla þetta lag. Þetta er eins og með vondann mat, ef þú pínir honum ofan í þig nógu oft þá hættir hann að verða svo slæmur.

Jóda said...

Lagið er vont, en ef þú hefið hlustað á forkeppnirnar þá vissir þú að öll lögin eru vond.
Silvía Nótt er skemmtileg fígúra sem hrisstir upp í okkur - annað hvort lætur hún okkur hlæja eða öskra.
Við erum búin að fá töluvert meira en 3-4 daga til að dýrka hana...hún er búin að vera í mikilli aðlögun hér á landi og ekki alltaf gengið vel en núna rokkar hún..kommon Sigga Beinteins sem bakrödd - kemstu hærra???

Jóda

Anonymous said...

Ég segi bara go Silvía.

og segi "Hey þú ógeðslega töff ég er að tala við þig..... "svo lærir þú afgangin ef þú ætlar að koma aftur á klakan annars ertu out. Svo ertu bara farinn að gleyma íslenskunni þess vegna lærir þú textan ekki strax. Hér syngja þetta allir ungir sem aldnir. Þú eldist kannski bara svona ílla hihi.

go Silvía Night
kveðja Inga Birna night

gudni said...

Mér fannst þetta lag snilld í fyrsta skiptið sem ég heyrði það!