Friday, December 29, 2006

Flugeldareglur um reglur gegn flugeldareglugerd

Fátt gerðist markvert í borg óttans í dag. Gerðum okkur þó ferð til flugeldakaupa og keyptum allt það stærsta sem selt var á markaðnum, alveg sáttir við það. Þó lentum við næstum í vandræðum vegna nýrra reglna sem komnar eru á hér í Danmörku, hver einstaklingur má víst bara kaupa 1,5 kíló af hreinu púðri!?! Og þá hefst reiknileiknin. Ekki kom það að sök hjá okkur því við vorum bara margir saman um hver kaup og reglurnar náðu okkur ekki, ekki í þetta sinn. Svo mátt þú ekki keyra á milli staða nema með 1,5 kg. af púðri að þar var komin regla sem við barasta urðum að brjóta, annað var ekki hægt (enda búnir að kaupa allt of mikið). Nú og ef að löggan bankar uppá þá erum við enn ekki sloppnir, því það gilda aðrar og enn fleiri reglur um geymslu flugelda í heimahúsum, skemmtilegt nok.

Kannski ekkert skrýtið í bæ sem ennþá er í sárum eftir sprenginguna fyrir rúmum 2 árum og nú rétt fyrir hátíðarnar sprungu bræður tveir í loft upp ekki svo langt hér frá. En miðað við verslunarferð okkar í dag og þá sem voru í röðinni þar, þá virðist það vera í lagi að dæla í sig nokkrum pillum, skola því niður með vodka, reykja sig svo niður og sprauta sig þar á eftir upp. Þegar þessir menn reyndu svo að setjast inn í bíl með sprengjurnar þá vandaðist málið því líkaminn virtist ekki vita lengur hvernig ætti að setjast inn í bíl með flugeldapoka og loka hurðinni á eftir sér. En þetta er allt í góðu, þeir voru bara með 1,4 kíló af púðri og þar af leiðandi enginn í hættu.

Góð áramót.

No comments: