Thursday, November 16, 2006

fimmtudagspistill Sjera Sigurðar

Allir vegir liggja til andskotans hefur mér verið sagt, en ekki endilega beint samt. Það er víst möguleiki á því að þú nýtir einhver af lífunum þínum til góðra gjörða og lengir þá um leið leiðina til hans þarna niðri. Ekki veit ég hvort þetta sé satt eða ekki en ég veit að það er verið að fylgjast með okkur!!!
Guð faðir almáttugur, faðir jesú bróður besta, ástarfaðir himinhæða og allt það hefur nefnilega sent Krissa kallinn oftar en einu sinni niður til að kíkja eftir okkur. Í þetta skiptið kom hann nokkuð vel falinn, en glöggir (örugglega jólaglöggfullir) eigendur voffa litla komust að því sanna eins og sjá má greinilega í rassgati þess litla ef þessi síða er skoðuð

Ég er sannleikurinn og lífið! (smellið á svarta miracle kassann)

Hvað er það sem kemur svo úr höfði drottins? Hinn heilagi sannleikur? Kannski.
(Hef það einhvern veginn á tilfinningunni að ég hafi stytt ferðina niður með þessu.)
Guð veri með ykkur.....og mer

2 comments:

Anonymous said...

við svona myndhætti er rétt að segja "Guð minn góður".

gudni said...

Eru þetta ekki helgispjöll? En ég veit að ég fer allavega til himna af því að ég er svo æðislegur.