Monday, November 27, 2006

Allt a frekar lagu plani i dag

Þetta verður bara í samhengi við fyrirsögn dagsins og við erum að tala um klósettferðir í þessu tilviki. Ég komst nefnilega að því, án þess að hitta viðkomandi, að það er annar útlendingur í kennaraháskólanum í Jelling city, það er nokkuð ljóst. Ég þurfti að bregða mér frá í frímínútum morgunsins til að losa út óþarflega mikla kaffidrykkju klukkutímana áður. Salla rólegur lalla ég ganginn á enda, heilsa eða öllu heldur kinka kolli svona feimnislega til fólks sem mér finnst ég alltaf vera að mæta á göngunum. Þetta er svona á þekki þig en þekki þig samt ekki stiginu. Jæja, nóg um það.

Áfangastaður þessarar göngu og gangnaferðar var klósettið gengt tölvustofunni og var hún að sjálfsögðu full, svona saga myndi aldrei gerast ef tölvustofan hefði verið tóm, (lögmál Murphys). Ég gríp í húninn og það er opið, geng inn og kemst að því að ef ég hefði komið einni mínútu fyrr, þá hefði verið lokað......það er alveg á hreinu. Vegsumerkin voru ekki sjáanleg en einkenni á borð við ógleði og öndunarerfiðleika (hjá mér á þessum tímapunkti) sögðu alla söguna. Þessi saga hefur örugglega eitthvað með hlaup og tæpasta vað og hjúkk að gera. Verst samt fyrir viðkomandi að tölvustofan skuli hafa verið full, hehe, gott á hann/hana.

Ekki hafði ég, nýbyrjaður útlendingurinn, geð í mér (enda þarna orðinn fullur af ógeði) að yfirgefa þetta herbergi svona nýkominn inn án þess að klára það sem klára þurfti. Tek þessi tvö skref sem vantaði upp á þegar það rennur upp fyrir mér að það er annar útlendingur í skólanum!!! Jessica Fletcher, Colombo, Barnaby og Hercule hvað!! Þetta var augljóst, þarna þegar ég er að gera mig klárann, þá þarf ég að taka upp klósettlokið! Eitthvað sem Danir, af einhverjum óskiljanlegum og áður pældum ástæðum, gera ekki. Alltaf skal andskotans lokið vera uppi þannig að bremsuför og óskolaður leirburður blasir við manni þegar maður mætir á svæðið. Þeim er alveg sama.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé skynsamlegt að reyna að finna þennann útlending þar sem fyrstu "kynni" voru nú ekkert til að hrópa húrra yfir og ég veit ekki hvernig ég ætti að útskýra fyrir viðkomandi hvernig ég hefði komist að því að önnur geimvera væri í skólanum.

En, jæja, ég andaði bara með munninum kláraði pokann, LOKAÐI klósettinu, vaskaði gaflana, þurrkaði þá og greiddi í gegnum hárið. Opnaði fram á gang og nema hvað.....stelpa sem er með mér í íþróttatímum var að bíða eftir bölvuðu klósettinu og það verður væntanlega vandræðalegt moment þegar ég mæti þangað á föstudaginn.

Shit happens!

2 comments:

Anonymous said...

Haha.. þetta eru ómögulegar aðstæður! Mann langar helst að segja þegar maður lendir í svona; Hey, þetta var ekki ég bara svo þú vitir.. Alveg satt. :)

Anonymous said...

Brilliant ;)