Monday, November 20, 2006

einn, tveir og allir i röð

Hef stundum velt því fyrir mér af hverju Íslendingar geti ekki nú eða vilji ekki fara í röð. Ég var staddur í Stokkhólmi um daginn sem án efa er höfuðborg raðanna og þar er þetta alltasaman sjálfsagt mál. Þeir þarna uppfrá (frá mér séð) fæðast, lifa og deyja í röðum. Allt samfélagið er í línum, röðum og lengjum hvert sem litið er, aldrei neinn að svindla sér eða troðast, nema ef vera skildi bara til að auka snertinguna við manninn fyrir framan sig.

Sænska er eins og allir heyra (nema heyrnarlausir, þeir hafa aldrei heyrt sænsku. Upplýsandi innskot höfundar.) ókarlmannlegasta tungumál veraldar. Það er ekkert jafn rangt eins og að hlusta á rígfullorðna pólítíkusa í sænsku sjónvarpi vera að reyna að vera alvarlegir, nei það gengur ekki. Þetta er fallegt barnamál og flestar konur geta talað þetta og haldið kúlinu en ekki karlar, nei vonlaust. En það er annað mál.

Kannski er það þessi snerting sem maðurinn fyrir aftan þig í röðinni veitir sem hindrar Íslendinga frá því að standa í röð. Það er alla vega óþægileg tilhugsun að standa í röð þar sem vinur gaursins fyrir aftan þig "stendur" líka, úff aðeins of mikið pælt. Eða ef maður finnur létta snertingu á sitt hvorri rasskinninni, lítur aftur fyrir sig og sér eldri konu, brjóstahaldaralausa í hlýrabol. Það er jú alþekkt að eftir því sem konur eldast þá hækkar naflinn á þeim, þ.e. hann verður allt í einu staðsettur mitt á milli brjóstanna ca. 20 cm fyrir ofan geirvörtur.

Ekki get ég ákveðið fyrir alla Íslendinga af hverju þeir fara ekki í raðir ef þeir komast hjá því, það getur t.d. orsakast af snertfælni, andfýlufælni, perrafælni eða bara ótrausti á eigin sjálfstjórn ef maður laðast að fólki í röðinni. En eitt get ég dregið af þessu.

Ef þú kemur með uppástungu um að allir skuli nú drífa sig í röð, þá ertu annað hvort pervert eða Svíi.

Brosið

3 comments:

Anonymous said...

röð um röð frá röð til raðar !? Ég les bara eitt út úr þessum pistli þínum....reður um reð frá reði til röðurs !!!! Pældu samt í einu afi minn hét Guðröður !!! Hvers konar húmor var í gamla daga ???!
Lærði eitt af þessum pistli þínum...aldrei fara til Svíþjóðar þegar ég verð komin á 50+ aldurinn og ekki ganga í hlýrabol/brjóstahaldaralaus...púff þvílík misstök sem ég hefði getað gert ef ég hefði ekki lesið pistilinn þinn.....takk takk..

Anonymous said...

Af tvennu illu hvort ætli sé betra að vera pervert eða Svíi? En ég er algerlega sammála þér með tungumálið..Það er ekki kúl að heyra karlmann hoppa upp og niður í orðum.

gudni said...

Frekar óskemmtilegt að standa í leigubílaröðinni klukkan 6 á sunnudagsmorgni í skítakulda og svo er gaurinn fyrir aftan þig það "þreyttur" að hann stendur ekki í lappirnar nema að liggja utan í þér! "Þreytan" stöðvar hann þó ekki í að tala um allt og alla, allan tímann sem röðin tekur en stoppar hann í því að finna fyrir vel útilátnum olnbogaskotum! Niður með raðir! Lifi leynitrikkið!