Thursday, March 16, 2006

Það er flenza fljugandi

Það er auðvitað helber lygi að flensa gangi, hún flýgur. Hún hendist útúr manni þegar maður hnerrar á næsta mann og blautu droparnir sem hann finnur þá í andlitinu á sér gætu í framtíðinni verið dauðadómur.

I am a bird now. I´ve been influenced by influenza. Það er frekar skítt að liggja svona horaður í bælinu með snítipappír í annarri og fjarstýringu í hinni, strepsils á náttborðinu og te í súperfína arsenalbollanum (te er frekar ógeðslegt ég get bara ekki drukkið kaffi, þetta er það slæmt) og horfa á fréttir um fuglaflensuna. Allir þessir prófessísku Danir sem vita allt og þekkja alla, en samt ekkert meira en hinir af því að þeir trúa á janteloven (þessar elskur), gagga og flauta í einum kór um alvarleika fuglaflensunnar. Þeir virðast allir voða vissir um að þetta smitist ekki í fólk nema við gjörninga eins og Bruni BB frömdu í Rokk í Reykjavík og líklegast þyrfti þá skella'onum í sárið á hænunum, éta þær sem kjúklinga-sushi nú eða bara sleikja þær.

Sumir vilja meina að fugleflensan drepist automitiskt á næstu 2-3 árum en þegar þeir voru manaðir í veðmál þá sögðu þeir: "nei við erum vísindamenn!" OG!!! Hvað er betra en að vera vísindamaður með allar tölur og kannannir og staðreyndir og pælingar á hreinu og veðja við hina um hitt og þetta? Money in the bank, skuldlaust. Niðustaða þessa þátta (3 í gærkvöldi) um fuglaflensuna voru samt gegnumsneitt þannig að á meðan þú stundar ekki pervertískt með fuglum eða kettinum þínm sem kannski étur fugla, þá átt þú að vera ok.

Með þessa vitneskju þá kjaga ég á klósettið (bara 1 sella sem segir mér að skíta ekki á gólfið), það kurrar í mér og mig langar ekkert smá til að fljúga til læknis og tilkynna honum um anda teppuna. Ætla að reyna éta eitthvað af þessum ormum og grasi frá í gær. Reynið svo að segja mér að þetta sé örugglega ekki fuglaflensa....

En kannski er ég bara lítill furðufugl með kvef, sárasaklaus og ósmitandi, hver veit?

No comments: