Saturday, August 19, 2006

um niðurtalningu og annað

Þá er niðurtalning búin og engin veit hvað var verið að telja níður í. Eitt finst mér fyndið með svona niðurtalningar, það eru alltaf einhverjir sem hoppa á einum og aðrir hoppa á núlli. Það væri kannski ráð að gefa út alþjóðlegar samhæfðar niðurtalningarreglur til að það þyrfti ekkert að ræða það fyrirfram hvort maður ætti að hoppa á "eininum" eða núllinu.
Ég lenti til dæmis í vandræðum í gær hvort ég ætti að byrja að skrifa aftur eftir heitt sumarfríið eða hvort ég ætti ekki að byrja fyrr en í dag. Ekki það að ég hafi misst einhvern svefn yfir þessu en þetta tók smá pælingartíma frá annars stórfínum föstudeginum sem markaði annan dag leiðar minnar í átt að kennaranum, ansi merkileg staða að vera kennari finnst mér.

Ræddi það við einn skólafélaga minn í gær hvað við erum að stefna á kennarann á vitlausum tíma. Fyrir 30-40 árum og þaðan af lengra síðan voru kennararnir heilagir. Þeir stóðu upp á töflu með skíthræddan almúgann fyrir framan sig og allt sem þeir sögðu var heilagur sannleikur og enginn nemandi efaðist um sannleiksgildi þess sem kennarinn sagði og ekki voru nemendurnir í góðri stöðu til að afsanna orð hans ef svo ótrúlega vildi til að einhver efaðist. Í dag þá þarf kennarinn virkilega að vita eitthvað!! Þessir ormar sem nútíma nemendur eru víst orðnir eru orðnir klárari en kennararnir á mörgum sviðum og það þarf ekki annað en að googla það sem kennarinn segir, koma í skólann daginn eftir og virkilega kvelja kennaragreyið með spurningum sem virkilega krefjast einhverrar vitneskju af kennaranum. Heimur versnandi fer.

Annars eru góðu fréttirnar þær að það hefur ekki verið atvinnulaus útlærður kennari skráður í Danmörku í 2 ár og það er heill haugur af kennurum að úreldast þann tíma sem ég verð í skólanum, þannig að það ætti ekki að verða mikið mál að vinnu sem skotskífa framtíðar okkar við útskrift.

Hilsen

No comments: