Þetta gæti bara ekki verið vonlausara. Búinn að safna öllum heilasellunum saman og skipta í tvö 11 sellna lið, annað líðið átti að sjá um skólann og hitt líðið um lífið og bloggið. Annað hefur nú komið á daginn og eru skólasellurnar með 8 lánssellur og því aðeins 3 sem sjá um restina. Bloggið var því mér óafvitandi sett á hakann og það kann ég ekki við.
Feitikallinn er kominn til að vera.... eða ekki vera, það er nú spurningin. En sellurnar eru í yfirvinnu núna og ekki allt of smart að bræða úr þeim, það eru ekki margar til vara.
Nú hef ég lifað eftir spakmælum sjónvarpsþáttahetju sem aldrei gleymist, Cliff Calvin, en hann útskýrði þetta fyrir Norm í einum Cheers þáttanna
"Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....
Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni.
Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í
hjörðinni sem eru drepnir fyrst.
Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með
reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar
hjarðarinnar og hraði hennar.
Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu
heilasellurnar leyfa. Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en
eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst.
Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar
drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari.
Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"
Ætli það sé hægt að kaupa eða skipta á sellum eins og fótboltaköllum? Kannski að fá eina hraða fyrir 2 hægar eða eitthvað svoleiðis?
Cheers!!
Siggi
Friday, November 23, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mikið var! Er mjög sáttur við þig núna siggi, langt síðan maður hefur lesið eitthvað skemmtilegt frá pabba gamla ;)
Guðni
Post a Comment