Monday, July 17, 2006

Safari- ekki vafrinn, ekki ferðin heldur....

Hitabylgja undanfarna daga hefur gert það að verkum að tölvubúnaður feitakallsins neitar að vinna. Ástæðan ku vera mikil svitaköst feitakallsins, en eins og alþjóð veit þá svitnar hann á við meðal 30 manna fótboltalið. Verið gæti að hitabylgja þessi setti öll skrif hér á síðunni úr jafnvægi næstu vikurnar, en við vonum að röskunin verði sem minnst.
Í þessum hita hefur samt hver bílferð hér minnt á svona safari ferð og þegar maður er inni þá er besti vinurinn vatnið og juicerinn (djúserinn) sem á íslensku gæti útlagst safari. Sniðugt! Safari (ferðin) og safari (juicer) hér í Kolding, hver þarf að fara til Afríku?
Kveðjur frá Kolding höfuðborg eyðimerkurinnar

1 comment:

Addý Guðjóns said...

Já, hitinn segirðu! Hann er bæði vinur og óvinur mannsins. Bið innilega að heilsa VINUM MÍNUM sem hjá þér eru! Að sjálfsögðu skelli ég einni léttri á ykkur hjónakornin og ungann!
Hilsen fra Odense,
Addý paddý