Wednesday, June 07, 2006

eggjaverksmiðjan Vibbi hf.

Fyrir nokkrum dögum síðan þá fékk ég símtal um að leysa af í 1 dag í eggjaverksmiðju, ekkert mál. Ég mætti samviskusamlega klukka 06:45 frekar tilbúinn í daginn, eða það hélt ég alla vega. Annað átti eftir að koma á daginn. Það fyrsta sem ég fékk í hendurnar var plagg um þrifnað og annað. Þar var ein grein um það að ef ég fengi niðurgang þegar ég kæmi heim þá ætti ég að hringja í bossinn og segja honum frá!! Yeah sure! "Blessaður stjóri, ég var að skíta. Djöfull var þetta eitthvað frussandi í dag, það er allt annað en í gær þegar þetta var svona þéttur hnoðleir. Ég vildi bara láta þig vita. Hafðu það gott í kvöld, bið að heilsa frúnni. Ég hringi aftur ef þetta þykknar ekkert. Bless!"

Dagurinn leið hratt og fínt þeir sörveruðu meira að segja ávexti og kökur í kaffitímanum en svo kom skellurinn, ælutíminn og vélaþrifin. Síðasti hálftími dagsins fór í það að þrífa blessaða vélina og ef ekki hefðu brotnað 500-1000 egg í henni yfir daginn þá hefði það ekki verið neitt mál held ég, en..... þetta var ógeð. Undir vélinni safnast yfir daginn brotin egg sem storkna ekki í hitanum heldur safna svona lúmskt ógeðslegri lykt sem gerir skítasamtalið til verkstjórans pís of keik. Þegar ég hafði kúgast í hálftíma yfir þrifunum varð ég frelsinu feginn og brunaði heim til að lýsa deginum fyrir konunni. Þar kúgaðist ég svo mikið að sagan þurfti bara að klárast daginn eftir. Svo las ég í blöðunum að fúlt egg skapaði eina af 10 verstu lyktum í heiminum. Ég efast ekki í sekúndu.

Eggjaverksmiðja, check. Bin ðer don ðet, never agen.

1 comment:

Anonymous said...

Ekki spurning. Setja þetta á flöskur og selja ríka og fræga fólkinu sem heilsuefni fyrir slitna og þrútna húð!!

kveðja
Öddi