Nú er hafin þreyttasta vika ársins hjá öllum þeim sem tóku þátt í Klakamótinu í Kaupmannahöfn get ég lofað. Skrokkurinn er að gefa sig, allir vöðvar virðast strekktir til síns ýtrasta og engar, athugið ENGAR, snöggar hreyfingar geta mögulega farið fram þessa daganna. Koldingbúar stóðu sig með prýði eins og alltaf en við vorum slegnir út í 8 liða úrslitum af okkar eigin liðsfélögum (6 menn sem stungu bara af í skjóli nætur) sem koma til með að standa undir kjörorðunum "traustur vinir geta gert kraftaverk". En nóg af nöldri og leiðindum, við vinnum þetta bara næst.
Guttarnir í bekknu hafa verið nokkuð góðir við mig, en um leið og ég reyni eitthvað þá er einn sem er alltaf til í að ræða Ísland-Danmörk. Hann gleymir bara ekki!
Mig verkjar í puttana bara við að skrifa þetta og ætla ég frekar að eyða kvöldinu í lærdóm áður en ég togna á putta.
Tuesday, September 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hverjir voru í liðinu?
Siggi, Hreiðar, Gústi nágranni, Arnar og Andri HK feðgar, Sverrir, Víðir Leifs FH-ingur (fram í sumar,beilaði á sunnudeginum), Balli, Óli og Hannes 82 model úr Vogaskóla held ég (beiluðu allir á sunnudeginum), Snorri úr IBA, Egill úr Noma markmaður (valur eða kr, man ekki) Ísak ólukkutröll og Krummi bróðir Fríðu.
Sleipur hópur
Post a Comment