Praktíkin byrjuð, allt gengur eins og í sögu, en hvernig sögu segi ég ekki. Krakkarnir eru frekar spenntir yfir íslendingnum sem talar svolítið einkennilega og skilur ekki allt og hafa alveg tekið hann í sátt. Verð samt grillaður ef að danir valta yfir Íslendinga í kvöld, þetta eru kaldrifjaðir drengir sem láta mig fá það óþvegið ef ég á það skilið. En greyið þeir ef Íslendingar vinna, þá yfirgefa þeir skólastofuna á morgun með brotna sjálfsmynd og skömm yfir konungsríkinu. Afneitandi föðurlandinu og skipast í einfalda röð á eftir manninum sem allt getur, Sigga praktikant!
Þetta er ekki bara boltaleikur, þetta er einskonar punktur í sögu hvers einstakling sem ákvarðar um það hvort honum langi til að vakna á morgun eða ekki. Hvort þú sért meðtækur í samfélaginu daginn eftir leik er ekkert sjálfgefið og ef að örlög þín beina þér inn í skólastofu með 30 dönskum börnum og Ísland hefur tapað 0-6 daginn áður, þá er ákveðin lífslöngun dreginn úr þér um leið.
Áfram Ísland.
Wednesday, September 06, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment