Wednesday, September 20, 2006

Hold

Málshættir dagsins:

Oft er holdsveikum höndin laus!

Oft missa holdsveikir andlitið!

Ekki það að ég sé eitthvað á móti holdsveiku fólki, þvert á móti. Ef holdsveikinnar nyti ekki við þá myndi maður líklegast hætta að finna varahluti úti á götu eins og putta, handlegg eða jafnvel eyra. Var að spá í hvernig best væri að geyma svona varahluti, þetta á það til að smita einhverri andskotans nálykt í mjólkina og það væri verra ef dóttir fengi sér eyra á brauð í staðinn fyrir skinku.

Finnst það líka svolítið forvitnileg pæling hvernig holdsveikum rís hold?!? Ætli það sé hægt? Brotnar það ekki bara af? Þetta er eitthvað sem ég þarf að ræða betur við félaganna.

Kveðja

1 comment:

Anonymous said...

Er holdið e-h laust ? Eða er losti í holdinu ? Þú ert svona skrítlingur eins og ég heyrði um í dag... hvað er þetta með holdsveiki og boner ?
Til hamingju með að vera orðinn limur í Íslendingafélaginu ;O)