Saturday, September 16, 2006

3-b og rockstar

Þá er praktíkin afstaðin í bili og ég hef eignast nýja vini, aðalvandamálið er samt að þeir eru allir 9-10 ára. Það lýtur ekkert vel út, út á við. En þetta er samt alveg voðalega skemmtilegur bekkur sem meðal annars inniheldur brasilískan "I am the one and only" gaur, handleggsbrotna gaurinn og þennann með fíflalætin. Sæti strákurinn er á sínum stað og sá plássfreki sem ýtir öllum og það þarf alltaf að sýna honum athygli og svo er það skrýtni gaurinn með fíflalætin sem á íslenskan fjárhund sem heitir Láki. Stelpurnar eru þarna líka, það er þessi feimna sem getur ekki lesið upphátt nema fyrir sjálfa sig, þessi litla með gleraugun og allt á hreinu er þarna, þessi sem virkar 7 númerum of stór fyrir bekkinn er þarna líka. Handahlaupaprinsessan spilar stóran þátt í bekknum og svo eru samlokuvinkonurnar alltaf saman, surprise!

Sem sagt gegnumgangandi meðalbekkur sem fékk reyndar afgerandi praktikant í heimsókn í 2 vikur nú og svo fer ég til baka á vígvöllinn í 5 vikur á vorönn, hlakka bara til, þetta eru svo miklir snillingar.

Magni, fjórða sætið!! Það er nú frekar ömurlegt finnst mér. En best finnst mér þó að það skuli verð móttaka í Smáralind og hann skuli ætla að koma fram með Á móti sól!!! Það er örugglega toppurinn eftir svona ferðalag. Grey maðurinn er búinn að rembast við að hrista ömurleikastimpilinn af sér og hefur tekist það alveg supernova vel. Hann er kominn á spilunarlista rokkstöðva á Íslandi og aðdáendurnir eru orðnir eldri en 13, hvað svo??? Kombekk með Á móti sól.......... andskotinn hafi það, hann hlýtur að hafa kynnst einhverjum góðum PR gæja þarna úti sem ætti að stoppa svona vitleysu. Kommon, það eina sem minnti á hans fyrrverandi hljómsveit var þetta frumsamda lag sem allir drulluðu yfir, þetta var ekki frumsamið rokklag, þetta var frumsamið Á móti sól lag. Þarf ekki að segja meir.

Nú vil ég bara fá Bubba, Dr, Gunna eða Sverri Stormsker í næst Rockstar

3 comments:

Anonymous said...

þegar maður klikkar á rúnars link kemur heimasíðan hennar heiðu. eru þau sama manneskjan- spurning
gunnslan

feitikallinn said...

ekkert svona

Anonymous said...

Hæ Siggi kíki öðru hvoru á blogið þitt og hef gaman af en lýsingin á bekknum er algert æði maður fær nú bara netta flash back og er um stund kominn aftur í Seljó í 10 ára bekk, frábært og takk fyrir. Bestu kveðjur Erna ferna