Thursday, February 02, 2006

Muhammed i vinnunni

Sælir allir heimsins borgarar, smá-, ham-, og heims-!
Í gær var stór dagur í lífi margra og ekki fór undirritaður varhluta af því. Ég er byrjaður að vinna sem “Vikar”, sem er svona íhlaupavinna, dagur hér og tveir þar o.s.fr.v.. Fyrsti dagurinn var sem sagt í gær og mér tókst að fá menn á móti mér hægri vinstri þó að það hafi nú ekki verið minn helsti styrkleiki hingað til. Þetta eru nú engir háskólaplebbar eða slaufuhnútar sem voru þarna með mér og þegar ég hafði gert mér fulla grein fyrir því og áttað mig á að þeir hefðu örugglega komið og fengið borgað þrátt fyrir að ég hefði ekki komið til að leiðbeina þeim þá hætti ég að skifta mér af. Dagurinn leið hratt og mishægir starfskraftar létu mig líta einstaklega vel út í augum yfirmanna þarna á staðnum og ekki þurfti ég að hafa mikið fyrir því. Ég var svo kvaddur af samstarfsmönnunum með þeim orðum að ég hugsaði of mikið og ynni of hratt!!! Fín blanda samt. Þetta voru þá meðmælin komandi úr því horninu, ég þakkaði bara fyrir en kunni ekki við að ljúga “sömuleiðis” svari að þeim. Sagði bara takk og hló svona hálf fávitalega með.
Það er ansi hreint skemmtilegt andrúmsloft sem getur myndast ef maður er staddur á kaffistofunni með nokkrum sígarettustubbum og eigendum þeirra ef maður spyr þá útí Muhammed fárið, sem er “bæðevei” að rúlla yfir fugleflensuna í vinsældum. Þetta veldur þannig umræðum að ég sem spyr, skil ekki orð af þeim skoðanaskiptum og heimspekipælingum sem allir spekingarnir hrækja útúr sér með reykmettuðum orðum. Ég brosi bara, læði mér út og þakka fyrir fjölbreytilegar kaffistofuumræður í huganum og hugsa; Guð blessi Muhammed og alla hans vini!

1 comment:

Hilmar said...

Ekkert ásvipað og í ræstingaþjónustunni semsagt nema þar hugsaði engin mikið og vann ekki hratt