Þegar því er haldið fram að karlmenn hugsi ekki um annað en kynlíf, þá get ég ekki annað en móðgast. Það er svo mikið meira en það sem við notum hausinn á okkur í (margir okkar alla vega).
Í flestum tilvikum þá hugsar karlamaður heimilisins um bílinn; smurningu, bensíndælingu, fylla á rúðupissið, kíkj’á pústið, skipt’um dekk og fleira sem ég kann ekki einu sinni skil á. Viðhald húsa og/eða íbúða er næstum eingöngu á okkar höndum og hausinn er alveg á fullu að pæla í málningu og vatnslásum, parketslípun og nagla pælingum (þ.e.a.s. naglar, ekki neglur!) Við erum allmargir sem erum með ansi mikið hugsanapláss eingöngu tengt fótbolta og jafnvel sporti bara yfir höfuð. Við pælum í eðlisfræði, stærðfræði, heimspeki og rafeindavirkjun. Hestöfl, kúbik, vinnsluminni og skjáupplausn. Plasma eða LCD? Er VHS að deyja og DVD að taka við? Hver sér þá um tækniuppfærslur heimilisins? Við karlmenn sækjumst í að vita hvernig útvörp virka og hvernig það væri að spila golf á tunglinu. Stundum eru það bara skrýtnir hlutir sem eiga hug okkar allann eins og pælingin um það hvað myndi gerast ef maður ferðaðist yfir hljóðhraða og myndi prumpa. Hvað þá? Myndi maður finna lykt áður en hljóðið kæmi? Veit ekki. Þetta er bara pæling.
Með öðrum orðum, það fer ekki miikið fyrir kynlífi í okkar annars ágætis heila eins og konur vilja halda fram, það er bara ekki pláss, sorry! Allt sem heitir kynlíf, klám, brjóst og ég veit ekki hvað og hvað, verður einfaldlega að víkja fyrir einlægum áhuga og stanslausum pælingum okkar karlmanna á almennri manneskjulegri aðferðafræðitengdri líffræði!!!
Monday, January 30, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hahaha, þetta var góður pistill.. Kveðjur, Rebekka.
Post a Comment