Friday, February 10, 2006

popp, mjolk, Kristur og groðurhusaahrif

Vikan er bara búin og er það bara gott mál, þynnkan er líka farin, gott mál líka. Róleg helgi framundan ef undan eru skilin ca. 2000 verkefni sem gaman væri að gera og hafa safnast upp í gegnum tíðina. Þetta er mjög fjölbreytt úrval af svona "gerettabarámorgunn" verkefnum; þrífa bílinn, taka hitt og þetta í gegn, formata tölvuna, mata kettina, fara í bað, grenna mig, læra að syngja, ropa þjóðsönginn, sparka í dúfu (hljómar grimmt en ég hef samt oft pælt í þessu...) svo fátt eitt sé nefnt. Ég geri nú samt frekar ráð fyrir því að helgin fari í eitthvað nytsamlegra núinu eins og að borða, sofa, labba, hoppa, sitja, kúka, pissa, ropa, horfa á sjónvarpið með einhvern vanmetnasta kokteil sem fundinn hefur verinn upp, popp í annarri og mjólk í hinni. Ég býst við að sitja kyrr á meðan gróðurhúsaáhrifin (örugglega einu áhrifin sem ég finn um þessa hellgi) éti á sig og ósonlagið gat. Ég býst við að elska og verða elskaður af þeim sem ég elska og elska mig. Ég býst við að hugsa um eitthvað fáranlegt og pæla í einhverju sem öðrum finnst kannski afbrigðilegt. Ég býst við að fá að heyra eitthvað fallegt frá mínum nánustu þegar ég set poppskálina á borðið og að sama skapi býst ég við einhverjum ónotum þegar mjólkurfernan verður opnuð.
Stefnir sem sagt allt í eðlilega helgi þar sem Múhameð, Kristur, Búddah, Arsenal og fleiri verða tilbeðnir með mismiklum ákafa og mismikilli skynsemi. Það er ekkert að því.

2 comments:

gudni said...

Shit hvað maður þarf að prufa þetta með dúfuna! Mikið spáð í þessu í SF ;)

Anonymous said...

Er e-h að því að borða popp og drekka mjólk með ? Er allaveganna guðslifandi fegin því að þú nefndir þennan kokteil,hélt nú reyndar að þetta væri bara svona fyrir fólk að vestan sko !!!!
Fundu mamma og pabbi þinn þig fastan í gaddavírsgirðingu ? Þegar þau voru á ferðalagi um Vestfirðina ? Maður veit aldrei....