ó veður, ó veður, ég elska þig. Sérstaklega þegar þú kemur fram sem óveður og traðkar yfir aðra en mig. Frekar einkennileg tilfinning að lesa um allt þetta óveður á Íslandi, þegar maður er í valkrísu hér í kolding hvort að það taki því að fara í jakka!! Svo skokkar maður (smá ýkjur) út í búð og mætir gaurum í kvartbuxum með brettið undir hendinni. Ekki alveg eitthvað til að kveikja í jólaskapinu....
Ekkert annað að gera en að loka sig inn í koti með ofninn á 180 og hrærivélina á fjórum, jólahjól í tækinu og piparkökumálun í stofunni. Það eru víst bara jól einu sinni á ári og þá vill maður ekki missa af þeim vegna veðurs. Of góðs veðurs!!!
Friday, December 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Sæll félagi
Ekki gleyma jólabjórnum, nauðsynlegt tæki til að tendra jólastuðið í manni
kveðjur bestur frá Akureyri
Öddi
Ég og mitt "hyski" óskum þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.
Post a Comment