Sunday, December 09, 2007

Vífill og Vogar

Það var kominn tími til að einhver sýndi á sér kúlurnar á Íslandinu góða án þess að vera með fulla vasa af peningum. Það er djúp virðing fyrir manni sem svínar á allar reglur og siði án þess þó að skaða einhvern illa, nema auðvitað grey fréttamannin á stöð 2. Vífill Atlason er nafn sem er fyndið að vitna í þessa daganna og vonandi nýtur hann þess að vera svona á toppnum. Því eflaust er fallið jafn hátt og klifrið upp. Samt svívirðilegt til þess að hugsa að RUV skuli haga sér svona á samkeppnismarkaði, en drengurinn leysti þetta mál af einskærri snilld.
Finnst eiginlega að Ólafur Ragnar ætti að hringja í Bush og panta viðtal, leyfa svo stráknum að svara og klára málið. Hann verður að fá að keyra málið í höfn, ég get ekki ímyndað mér hvað hann hefði annars sagt við runnann.
Ekki alveg jafn jákvæð athygli að reyna að þurrka Voga útaf kortinu með íkveikju, vantar allt hugmyndaflæði!!!

No comments: