Það er alltaf vænlegt til árangurs að byrja bloggsíðuna sína upp á nýtt þegar sólarhringurinn er ekki nægur til að snýta sér einu sinni. Ekki það að það sé eitthvað jólastress, alls ekki. Jólin koma ekki næstum því strax, svo það er langt í það að það stress láti á sér kræla. Ég er nú orðinn meira svona morðingja stressaður, það virðast allir vera að drepa alla í þessari blessuðu veröld. Heimurinn er fullur af svona smáklkkuðu fólki sem gæti triggast við minnsta pot. Ekki veit ég hvort það sé eitthvað sniðugt að ræða þetta eitthvað frekar, þetta gæti verið tekið rangt upp og triggað morðingjagen einhvers.
En þrátt fyrir góðar líkur miðað við margt annað, þá hef ég ákveðið að að hætta að stressa mig yfir biluðum einstaklingum og ákveðið að stressa mig frekar yfir jólunum. Þau eru jú bara næstum því á morgun og ég á eftir að gera allt!!! Ég blogga ekki meira í dag fyrir jólastressi, er ekki alveg að höndla þetta....
Vi ses!
Thursday, December 06, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment