Sunday, December 24, 2006

Jebb nu skal etið

Allir komnir fínu sköpin sín og stífpanneraðir kragarnir gera skyrturnar betri og hættulegri. Skötubrælan rétt að yfirgefa kofann og bógurinn kominn með yfirhöndina, jólanefkyrtlarnir eru að samþykkja tímann og skapið fylgir að sjálfsögðu.
Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og mettra maga, megi kærleikssteikin troðast ofaní vömbina með græðgi og sósu. Jólakveðjur frá Kolding, borg hátíðar, friðar og fegurðar.
Skál!

1 comment:

Anonymous said...

Gleðilega hátíð og hafið það nú gott um jólin!