Ég fór á dauðarokkstónleika um daginn og fílaði það geðveikt. Headbangaði reyndar engann og hefði vel getað verið pabbi margra þarna en mikið svakalegt power var í húsinu. Ég og Hreiðar félagi minn skelltum okkur á tónleika með hljómsveitunum Lost Asylum og Process sem eru ansi harðar grúppur. Iron Maiden "rokk" æskan mín leit út eins og Wham í hljóðveri við hliðina á þessum gítarskrímslum og öskrum. Poul félagi okkar úr sparkfélagi KFUM er bassaleikari Process og mikið andskoti er hann mikill rokkari, hefði aldrei trúað því á þetta grey.
Skelltum okkur hjónin í danskann julefrokost á laugardaginn var. Ansi vel tekið áþví þann daginn og matur og drykkja hófst stundvíslega klukkan 1300. Við svindluðum á snafsinum og skildum hann eftir heima og ég held að það sé eina ástæðan fyrir því að ég man eftir mér til miðnættis.....eftir það varð svo dimmt úti og inni að ekki sáust handa skil. Síld, karrísalat og rúgbrauð, fiskefilet, remúlaði og rúgbrauð, kjötbollur, leverpostej, rauðkál og rúgbrauð og endað á hamborgarhrygg, grænkáli, rauðkáli, purusteik, sinnepi og...........RÚGBRAUÐI. Dásamlegt fyrir meltinguna að komast í svona julefrokost með rúgbrauði. Ég var nú reyndar búinn að lofa sjálfum mér að fara ekki í átt að klósettferðum í þessum pistli, en ég laug!
Verkefni, verkefni, verkefni, fullt að skila fyrir jól og ég er farinn að lesa the big B book, biblíutextar fyrir fimmtudag á dönsku. Luvlí
Monday, December 11, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment