Friday, December 01, 2006

Eins og ekkert hafi gerst

Vildi bara láta vita að það varð ekkert vandræðalegt moment í íþróttum í dag, Allir bara hressir og grey stelpan virðist ekkert hafa skaddast við áðurnefnda ferð sína. Hef ekkert fundið neinn annann útlending og er farinn að gruna Danina um að "frame"a mig íslendinginn með því að loka dollunni í lyktslæmum tilvikum, sníkí bastards.

Lífið annars voða skítt hér bara eins og vanalega, það hlýtur að fara að hausta hérna fljótlega, beljur úti á haga í dag, keyrði fram hjá þeim á leiðinni úr skólanum. Þær sögðu mö og borðuðu gras, bara venjulegar beljur. Engar super vetrar útiveru beljur, bara beljur, skítandi með júgur.

Ætla að njóta helgarinnar í faðmi fárra, baka kannski (3 sortir komnar í krús) og jólast smá. Gefa köttunum að borða, opna dagatalið mitt, drekka jólabjórinn, fara á þungarokkstónleika og skulla mann og annann.

Góða helgi.

No comments: