Ég var að pæla. Vinnur maður eitthvað ef maður drepur tímann áður en tíminn drepur mann? Er þetta einhverskonar einvígi?
Ég er nefnilega svolítið svekktur yfir þessu öllu saman. Ég er nefnilega mjööög góður í að drepa tímann, en hann gefst bara ekkert upp! Það er eins og hann fái alltaf "lifnipillu" og komi til baka. Svo loksins þegar að tíminn nær að drepa mig einu sinni þá er þetta búið, ekki snefill af réttlæti þarna á ferð.
Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ef ég get drepið nógu mikið af tíma, þá verð ég fyrsti ódauðlegi maðurinn. Það er nú ekki svo slæm sýn fyrir saklausar sálir heimsins að ég lifi að eilífu. Það geta nefnilega ekki margir á þessari jarðarkúlu verið betri en ég í að drepa tímann, ekki sjéns.
Hvað með tímaþjófa? Græða þeir eitthvað á því að stela? Er það kannski lykillinn að eilífu lífi að vera bara duglegur tímaþjófur? Þetta er svona seinni tíma tímapæling.
Nú drap ég t.d. 3 mínútur og fór létt með það.
Tuesday, May 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»
Hvaða engilsaxneskumælandi gúrú er hér að commenta hjá kærastanum mínum ? Illa við fólk sem kemur ekki fram undir nafni.. !!!
Dreptu bara tímann eins og vindurinn Siggi... þú getur allt ;o)
Post a Comment