Í ljósi síðustu daga þá verður að koma hér einn boltabrandari eða tveir.
Vitiði hvað þarf marga Tottenham-menn til að skifta um ljósaperu?
Engann, þeir eru vanir því að standa í skugganum af Arsenal.
Svo hefur heyrst að pampers sé orðinn aðalstyrktaraðili Tottenham!!
Það er gott að geta skrifað þetta hér á íslensku og ekki verið í neinni sjáanlegri hættu með framhaldið. Ég æfi nefnilega fótbolta hér í Danmörku og þjálfarinn minn er forfallinn, uppalinn, breskur, tottenham-maður og hann hatar Arsenal af ástríðu. Eins óskiljanlegt og það hljómar að hata Arsenal þá er þetta raunveruleikinn hjá þessum greinilega hugsjúka manni. Hann heldur mreyndar með tveimur liðum í Englandi (heiminum), hann heldur nefnilega með tottenham og liðinu sem er að spila við Arsenal!!! Hann hefur hótað mér fótbroti ef ég mæti í Arenalbúningi á æfingu. Eina æfinguna þá vorum við í sama liði, mér varð heitt og fór úr yfirhöfninni og var í undurfallegri Arsenal treyju innanundir, þegar þessi ágæti þjálfari sá það, þá lét hann mig skipta um lið og gaf svo nýja liðini mínu refsingu og kenndi búningnum um. Minnimáttarkenndin alveg að drepa hann. Svo áttum við stutt samtal um daginn um leiki síðustu helgar og þá gleðifregn að Tottenham skeit á sig í bókstaflegri merkingu (kenndu matareitrun um, en ég efast) og Arsenal lenti í 4.sæti deildarinnar en Tottenham í því 5. Þessi ágæti þjálfari bað mig þá kurteislega um að mæta ekki í Arsenal-treyju það sem eftir væri tímabilsins ef ég vildi vera svo vænn, eða orðrétt: "Ef þú mætir í Arsenal treyju á æfingu það sem eftir er tímabilsins þá get ég ekki ábyrgst hvað ég geri við þig!!! Sorry, ég fótbrýt þig örugglega og gæti slysast til að gera eitthvað meira."
Kannski er það heigulháttur, kannski ekki, en ég hef ákveðið að mæta ekki í Arsenal-treyju á næstu æfingu. Ég ætla að mæta í 2 eða 3 Arsenal treyjum og stuttbuxum og með svitaband, trefil og derhúfu. Annars er draumurinn að mæta á æfingu í Tottenham búningi með pampers auglýsingu á bumbunni, sorgarband og klósettpappír hangandi úr stuttbuxunum.
Æfing í kvöld, þangað til (vonandi) næst
kveðja frá einu Evrópuvon Englands þetta árið
Thursday, May 11, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það var gaman að þekkja þig siggi!
Post a Comment