Þá er enn ein vikan búin, allir sem ekki dóu í vikunni eru orðnir viku eldri. Sama vitleysan heldur áfram og fólk keppist við að drepa tímann áður enn tíminn drepur fólkið sjálft. Allir stóðu á öndinni þegar eurovísa Íslendinga var kosin í gær og sjaldan hafa úrslitin komið jafn mikið á óvart enda er söngkonuna Silvíu Nótt hvergi að finna í þjóðskránni. Við sverjum okkur í sauðaupprunann og sendum álfkonu til goðanna í Grikklandi þetta árið, til hamingju við.
Mánudagur til mæðu rennur upp innan skamms og ég ætla að mæta betur undirbúinn undir hann en ég gerði fyrir þennan sunnudag til SÆLU!!! Hvaða bjána datt það í hug að sá dagur þar sem flestir í heiminum eru þunnir sé til sælu??? Þetta þarf að endurskoða. Talandi um endurskoðun þá er fugleflensan rétt ókominn til okkar og eru veðbankar farnir að veðja á fyrstu fórnarlömbin. Fjölskyldur sem gefa bra,bra á sunnudögum (til sælu) eru efstar á blaði. Annars held ég að atriðið með Erni Árnasyni í rambó búningnum í einhverju gömlu áramótaskaupi fari að rætast, þar sem hann plaffar niður alla farfuglana sem reyna í sakleysi sínu að ferðast til köldulandanna yfir sumartímann.
Horfum bjartsýn fram á veginn og verum góð hvert við annað, það er betra.
Sunday, February 19, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hey..held að Björg hafi séð fuglaflensusvan á vatninu í dag !!! Eða hann var uppdópaður, það er líka innflytjandavandamál hér ..þessi helv svanir koma með þetta dóp í maganum fljúgandi frá Spáni og Tælandi..stútfullir og drepast svo á tjörninni...uppdópaðir...ferlegt. Held að þessi fuglaflensa sé bara HN51 = gott kók ?
Post a Comment