Jæja, annar í þynnku í dag eftir afar skemmtilegt og eftirminnilegt þorrablót. Eftir mikið fráfall líklegra partydýra þá var útlitið nú að verða annsi svart undir það síðasta. Svo svart að margskonar efasemdir um ágæti skemmtunarinnar voru farnar að læða sér inn í höfuð manns. Svo byrjaði kvöldið, ekkert vel ekkert illa, bara svona fínt. Svo lagaðist það og batnaði og svo endaði maður á rassgatinu gerandi frín í fólki sem á heima í þarmi!!! (Tarm, på dansk) Shit! Þetta var fyndið og kúk og piss heilahvelið opnaðist upp á gátt og eins og þeir sem þekkja Sigurðinn kannast við, þá verður hann ekki stöðvaður eftir svona byrjun. En góðir hlutir taka flestir enda og eins og ég var alveg maður í áframhaldandi þarmræður fram eftir kvöldi þá var sett stopp á þorrblótið og kolding borg óttans heimsótt á ný. Lucca var staðurinn sem fékk að draga úr manni síðasta dansinn, síðasta pissið og gefa síðasta drykkinn. Rauðu jakkafötin slógu í gegn og konan mín leiddi þau heim, ég var farinn að lenda í vandræðum með að stýra þeim sjálfur....
Hlakka til að hitta þarmbúana aftur enda fékk ég heimboð til að kíkja á vatnslásinn og kanna heimahagi. Ég þakkaði fyrir gott boð og lofaði þeim að ég skildi mæta með wc pappír í farteskinu.... Fékk reyndar ekki bros fyrir frá þarmbúum en Gústinn bakkaði mig upp með miklum látum. Nú er byrjuð ný vika með nýjum vandamálum og nýjum lausnum, íkveiktum sendiráðum og trúarbragða misskilningi. Ég sit bara heima og rýni í arabískar orðabækur og vona að Kolding þýði ekki "bombið mig" á arabísku.
Monday, February 06, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þetta var bara snilldarskemmtun ;O) Þakka frábært kvöld og þynnkan mín var reyndar bara harðsperrur í maga vegna hláturs....mhúha haha
Endurtökum þetta sem allra fyrst.
Er Kolding ekki nýbúinn að springa hvort eð er þannig að þið eruð ýmsu vön
Post a Comment