Tuesday, January 02, 2007

Kynlegar kveðjur og kynbrenglanir

Úff.....


Úff.......


Ja hérna!


Eitthvað gengur maður fyrir litlu eldsneyti í dag, skólinn byrjaður í allri sinni dýrð og enginn tilbúinn undir átökin. Ég hef lifað í blindni þess að skólaganga sé fyrirbæri sem fær lágmark 3 daga til afréttingar á nýju ári en nú hefur mér verið vísað réttan veg. Fyrirlestur um praktikperíóðu 2 sem hefst í lok febrúar var skellt á 2. janúar, gleðilegt nýtt ár! Þetta kalla ég slæmar nýárskveðjur.

Annars vona ég að morgundagurinn verði bjartari og að ég vakni með sterkara ljós í hjartanu og örlítið fyllra batterí. Það er erfitt að vera ekki jákvæðari en þetta á öðrum degi nýs árs, en svona er ég skapaður. Ekki alfullkominn, en......

Vona að allir hafi haft það gott um hátíðarnar og séu að rétta úr kútnum. Mitt mottó ársins verður alla vega að rétta úr kútnum sem er aðeins farinn að dreifa úr sér. Konan gaf mér baðvigt og of lítið vesti í jólagjöf, er enn að pæla í því hvort ég eigi að móðgast eða ekki. Ef ég hefði gefið eitthvað slíkt í jólagjöf þá væri ég líklegast fráskilinn eða konan mín elskuleg orðin ekkja!! Svona eru nú kynhlutverkin óréttlát, en við kallarnir fáum meira útborgað (ekki ég samt) þannig að þetta er kannski bara allt í lagi, eða hvað?

Hilsen

No comments: