Fyrsti mánudagur í skólanum er horfinn í gleymsku. Öll andlitin sem ég sá í dag koma ekki aftur, nema kannski eitt. Útlendingurinn er þessi sem talar frekar asnalega dönsku og kann ekki einu sinni öll orðin. Hann er sá sem þegir í fjöldasamræðum en hlær ef að einhver dettur eða er bitinn af geitungi. Hann er svona gaur sem fylgist með öllum og allir fylgjast með honum, ekki endilega á jákvæðan hátt. Hann er þekktur sem kennaraneminn og svarar nafninu Siggi.
Ótrulega súr hefur þessi annars velskapaði dagur verið, blautur, heitur, sveittur og illa keyrður áfram af Kirsten, sem er annars ágætis kennari, en ég verða miklu betri, og Nils, sem er freker furðuleg týpa. Svona góður en samt ekki góður. Frekar rólegur, næstum dauður. En samt ekki dauður. Ég get samt vel skilið þá sem horfa í augun á mér trúa þeim ekki, ekki sínum eigin heldur, og gefast upp á verkefninu, pakka saman og kveðja kurteisislega. "Ses i morgen Siggi!"
Monday, August 21, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Kommentakerfið virkar stundum, stundum ekki. En þegar maður á enga vini þá reddar maður þessu bara sjálfur og kvittar undir eigin skriftir.
Lifið
feitikallinn
Hey ég hef kvittað og kvittað og hélt bara að þú hefðir ekki viljað birta öll þessi fallegu orð sem koma frá mér ;O)
En til lukku með að vera loksins kominn á skólaaldurinn...fékkstu skólabúning ???
Post a Comment