Ég hef ekki oft velt því fyrir mér en samt stundum. Af hverju verður maður stundum of þreyttur til að blogga? Þetta er ótrúlegt, ég hafði fyrir því að opna tölvuna, logga mig inn og ætlaði svo að fara að vera eitthvað sniðugur eða fyndinn eða eitthvað og þá bara PÚFF!!! Ekkert! Allt lokað.
Enginn almennileg bloggrás er opin í höfðinu á mér þessa stundina og ekki hefur enn heppnast hjá mér að læra andskotans morskerfið, það væri nú smat gaman að kunna að morsa. verst að það er varla til kjaftur í veröldinni lengur sem myndi skilja mann, s. o. s. = langt langt langt stutt stutt stutt langt langt langt, eða öfugt. Það skiptir engu máli, það kann þetta enginn og það myndi enginn hjálpa manni ef svo ólíklega vildi til að manni skildi detta í hug að nota þetta ef maður væri í einhverri hættu, ekki líklegt. Þetta system virkar bara þannig að enginn skilur þetta og enginn notar þetta. Maður kallar bara á mömmu sína. Kannski þess vegna heitir þetta "mors"?
Friday, August 25, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Siggi minn, þú verður að virkja vinina í kommentunum...hvað á þetta að þýða eiginlega? Þú stendur þig með þvílíkri prýði og kemur sterkur inn hérna en enginn vill neitt um það segja...
eða hvað...hmmm var að reka augun í "Comment moderation has been enabled. All comments must be approved by the blog author." hérna beint fyrir neðan, er það satt sem mig er farið gruna um þig? Að þú hreinlega approve-ar ekki kommentunum...fellir hreinlega alla sem reyna. Kemur í ljós.
En hvað um allt það, ég ætla að kaupa af þér miða.
Heyrðu í mér næst þegar þú ert onlæn (þú ert alltaf away...er það líka lygi?)
Ágústa***
Post a Comment