Ekki það að ég hafi verið farinn að örvænta yfir aðgerða- og kommentaleysi hér á síðunni eða orðinn efins um að ég ætti einhverja vini, kommentadraslið þarf bara að komast í lag. Ég skora á þá sem ekki geta kommentað að láta mig vita á sigurdur.thorsson@gmail.com í eitt skipti fyrir öll. Ég er búinn að vera að reyna að fikta eitthvað í þessu og þetta á allt að vera rétt stillt en...... hver veit?
Fór annars í praktik kynningu í dag og í næstu viku og þar næstu (vikur 36 og 37 fyrir þá sem komnir eru í advanced vikuteljarasystemið eins og maður er að reyna að troða sér inn í hér í Dk) verð ég, snarbilaður unglingurinn í kennslustofum Bakkeskolen í Frederecia að troða vitneskju ofan í þar til gerða barnaheila. Hljómar svolítið súrt að hleypa mér í börnin þeirra en betra er að venja þessi grey við að heimurinn er ekki allur eins og hann er séður.
Eigum við að prufa niðurtalningu í verknaðinn/gjörninginn?
Monday, August 28, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
jæja oft er ég búin að reyna að commenta hér og hef oft á tíðum ( að mínu mati auðvitað ) verið með húmor mikinn... þetta með barnaheilanna og þig.....mundu bara eftir því að fjölelti tíðkast líka við kennara..þannig að kannski er bara betra fyrir þig að venjast því !!!
YESSSSSSSSSs það tókst ;O)
Nei vá og aftur ? Ég dett í stuð núna...kem með athugasemdir williwek núna og framvegis ....
Post a Comment