Sunday, July 09, 2006

HM i raunveruleikaleik

Jæja gott fólk...og hinir líka. Hm í fótboltasparki er búið dáið og grafið. Úrslitaleikurinn dramatískur eins og lofað er á hverju móti og fæstir sáttir við sigurvegaranna. þessi keppni öðrum fremur minnir mig samt meira á óskarsverðlaunahátíðina en margar fyrrspilaðar knattspyrnukeppnir og ef að það hefðu verið Portúgalir sem hefðu mætt Ítalíu í úrslitum er ekki laust við að skipta hefði átt út dómaranum fyrir leiklistargangnrýnanda. Bravitsímó! segja þeir víst eftir vel heppnaða leiksýningu, standandi lófaklapp, tár í augunum og meira Bravitsímó! Leikararnir brosandi hringinn stíga fram á sviðið haldandi í hönd næsta leikara og reyna að koma hrósinu yfir á hann, passívir og hlédrægir; "Ég hefði aldrei dregið fram þessi karaktereinkenni Dr. Drake ef Laddi hefði ekki verið svona framúrskarandi og gefandi hjartasjúklingur!"
Þetta virkar ekki alveg eins í fótboltanum, það er ekkert hinum að þakka, það er enginn hinn. Þetta er einstaklingsleikur í hæsta gæðaflokki. Það er kemur samherjunum ekkert við og þeir eiga engann þátt í undirbúningi þess hve þú dast flott, það var 100% þitt stunt.
Það er undarlegt að maður skuli ekki kunna við þetta því að ég er nú annálaður knattsparksaðdáandi og ekki hefur mér enn leiðst í leikhúsi á þessari ævi, en mikið andskoti er þetta skelfileg blanda. Ég hef upplifað ofleik í leikhúsi og virðist það oft vera partur af öllum pakkanum. Það er ekkert eðlilegt við leikara sem sýna manni klassískt Shakespeare verk í leikhúsi, það er ansi oft einum of og stundum jafnvel tveim eða þremur of. Þetta árið varð ofleikur órjúfanlegur partur af nýafstöðnum grasleikum og ekki kæmi það mér á óvart að nokkrir þeirra sem eiga erfitt með að láta sjá sig aftur á knattspyrnuvelli létu reyna á ómælda hæfileika á fjölunum og það er örugglega hægt að plata mig í að leggja nokkra upphæð undir að næsti Hamlet verði svarthærður með krullur, tali portúgölsku og geti aldrei heimsótt Manchester borg framar.
Bravitsímó!

No comments: