Af hverju er blámaður svartari en svertingi? Það meikar engann sens. Ég er annars á hraðri leið í að verða svertingjastaðgengill og í framhaldi af því blámannsefni. En það kemur kannski seinna.
Í augnablikinu er ég rauðskinni af sterkari gráðunni eftir heiftarlega ósmekklega frmakomu sólarinnar í minn garð síðastliðinnar helgar. Þetta gula fífl varaði engann við og því gerði ég mér enga grein fyrir afleiðingum strandarferðarinnar fyrr en um seinan og úr varð bruni bb (bruni bleika bjánans). Eftirköstin hafa aðallega falist í hita, svita og skjálftaköstum sem lýsa sér í ofurrauðum húðlit á ofanverðum líkamanum og sársauka sem finnst þó ekki nema þegar ég er vakandi og í fötum...!?! Sem betur fer! En vegna hita, svita og skjálftakastanna þá sef ég ekki mikið og sársaukinn varir því í um 22 tíma svona fyrstu sólarhringana. En það lagast fljótt, vona ég innilega.
Í lok vikunnar er svo spáð 25-30 stiga hita og ég vona það heitt að ég verði kominn í lag og verði farinn að geta klæðst einhverju að ofan fyrir þann tíma því það er miklu eðlilegra að mæta á ströndina í einhverju svo maður geti nú farið úr að ofan. Það mætir enginn ber að ofan á ströndina, það er kjánalegt. Ég er ekki svo vitlaus. No way!
Ef ég lifi næstu sólaráras af, þangað til næst. Adios!
Wednesday, June 28, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Vertu bara feginn að þú varst ekki á nektarströnd Siggi minn!
pppuuuuffff ég vorkenni þér bara ekki neit......það er að koma JÚLÍ!!!!!! og ekkert nema rigning hérna á íslandinu :(........ég gæfi mikið fyrir það að vera með sólbruna núna...
hvað er málið með þetta commenta kerfi hérna :(
Post a Comment