Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður áður en maður kemur nokkru í verk. Þetta hef ég upplifað svolítið síðustu vikurnar. Morgunmaturinn er búinn áður en maður vaknar, það er komið hádegi áður en maður klárar morgunmatinn, miðdegishressingin löngu farin þegar maður slafrar í sig hádegismatnum og kvöldmaturinn orðinn kaldur þegar maður tekur síðdegiskaffibollann. Það kallast svo bara gott ef maður nær kvöldmatnum áður en maður sofnar og svo byrjar öll romsan aftur daginn eftir.
Útaf þessu tímaleysi eða tímahröðun sem greinilega er gengin á í heiminum þá hef ég ekkert bloggað undanfarið en ég hef verið duglegur að safna upp hugmyndum. Kannski verða þær að veruleika næstu daga, svona eins og litlir draumar sem rætast og gleðja litlar sálir. Ég á alveg eftir að gera upp kindaklónun, eggjaverksmiðjuvinnudaginn, 2 L í orði, festast á filmu og svo svo byrjar HM eftir viku og þá verður fjandinn laus í sveittramannafaðmi, kyssingum og öðrum karlmannlegum athöfnum.
Sjitt hvað tíminn snýst, ég er orðinn allt of seinn í sunnudaginn, lífið flýgur, ég sit eftir sveittur í lófunum, finnst ég vera að missa af Hvítasunnunni. Til hamingju með afmælið kirkja! Já ég veit hvers vegna hvítasunnan er svona biggdíl, sörpræs!! Ég ætla að drífa mig út og ég ætla að taka þátt í afmælinu, kannski vinn ég í pakkaleiknum. Kaleik, vígt vatn og vígtennur eða hempu og hamp, hver veit. Kannski vinn ég þetta allt(ari). Þá er ég heppinn og þá er guð góð...
Sunday, June 04, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
glæsilegt vinur minn, það verður gaman að takast á við hm fílinginn .. þetta verður geggjað, kærar kveðjur til danaveldis ;) kveðja, kiddi
átt þá ekki frekar að vera að skrifa einhverja ónefnda sögu í staðinn fyrir að hafa áhyggjur af því að missa af kvöldmatnum þegar þú ert að borða morgunmatinn í hádeiginu með síðdegisbollann á borðinu!!!!!!!
Post a Comment