Monday, May 22, 2006

Svin eru fin




Þetta er örugglega fyndnasta en jafnframt sorglegasta "frétt" sem ég hef lesið. Ég fékk bara þess óstjórnlegu löngun að deila henni með ykkur. Ekki það að þetta tengist eitthvað en svín eru bara ofarlega í huga mér og hafa víst lengi verið og í ljósi þess að í annað skiptið á frekar stuttum tíma þá krassar flutningabíll í Danmörku, fullur af svínum (vonandi ekki nauðguðum samt)!!! Svínin, eins og gefur að skilja, annað hvort drepast eða verða frelsinu fegin og skinkast upp og niður hraðbrautina. Frekar góð tilbreyting fyrir okkur Íslendingana að geta keyrt fram hjá einhverju öðru en skítugum rollum. Og ekki slæmt að eiga möguleika á því að ná (kannski nauðguðu) beikoni á grillið, smá tilbreyting...

Tuesday, May 16, 2006

þriggja minutna pæling

Ég var að pæla. Vinnur maður eitthvað ef maður drepur tímann áður en tíminn drepur mann? Er þetta einhverskonar einvígi?

Ég er nefnilega svolítið svekktur yfir þessu öllu saman. Ég er nefnilega mjööög góður í að drepa tímann, en hann gefst bara ekkert upp! Það er eins og hann fái alltaf "lifnipillu" og komi til baka. Svo loksins þegar að tíminn nær að drepa mig einu sinni þá er þetta búið, ekki snefill af réttlæti þarna á ferð.

Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ef ég get drepið nógu mikið af tíma, þá verð ég fyrsti ódauðlegi maðurinn. Það er nú ekki svo slæm sýn fyrir saklausar sálir heimsins að ég lifi að eilífu. Það geta nefnilega ekki margir á þessari jarðarkúlu verið betri en ég í að drepa tímann, ekki sjéns.

Hvað með tímaþjófa? Græða þeir eitthvað á því að stela? Er það kannski lykillinn að eilífu lífi að vera bara duglegur tímaþjófur? Þetta er svona seinni tíma tímapæling.

Nú drap ég t.d. 3 mínútur og fór létt með það.

Saturday, May 13, 2006

ekki dauður enn...

Sorry, en æfingin er búin og ég er enn á lífi... Ég lagði í Tottenham brandarann um ljósaperuna og þjálfarinn hló...ekki. Hann leit í kringum sig á hina sem hlógu, engin svipbrigði. Leit rólega yfir til mín og sagði: "Siggi! One day I´ll kill you, nothing personal. I´ll just have to kill you...."

Ég bara elska fótbolta!

Thursday, May 11, 2006

litill boltapistill

Í ljósi síðustu daga þá verður að koma hér einn boltabrandari eða tveir.

Vitiði hvað þarf marga Tottenham-menn til að skifta um ljósaperu?
Engann, þeir eru vanir því að standa í skugganum af Arsenal.

Svo hefur heyrst að pampers sé orðinn aðalstyrktaraðili Tottenham!!



Það er gott að geta skrifað þetta hér á íslensku og ekki verið í neinni sjáanlegri hættu með framhaldið. Ég æfi nefnilega fótbolta hér í Danmörku og þjálfarinn minn er forfallinn, uppalinn, breskur, tottenham-maður og hann hatar Arsenal af ástríðu. Eins óskiljanlegt og það hljómar að hata Arsenal þá er þetta raunveruleikinn hjá þessum greinilega hugsjúka manni. Hann heldur mreyndar með tveimur liðum í Englandi (heiminum), hann heldur nefnilega með tottenham og liðinu sem er að spila við Arsenal!!! Hann hefur hótað mér fótbroti ef ég mæti í Arenalbúningi á æfingu. Eina æfinguna þá vorum við í sama liði, mér varð heitt og fór úr yfirhöfninni og var í undurfallegri Arsenal treyju innanundir, þegar þessi ágæti þjálfari sá það, þá lét hann mig skipta um lið og gaf svo nýja liðini mínu refsingu og kenndi búningnum um. Minnimáttarkenndin alveg að drepa hann. Svo áttum við stutt samtal um daginn um leiki síðustu helgar og þá gleðifregn að Tottenham skeit á sig í bókstaflegri merkingu (kenndu matareitrun um, en ég efast) og Arsenal lenti í 4.sæti deildarinnar en Tottenham í því 5. Þessi ágæti þjálfari bað mig þá kurteislega um að mæta ekki í Arsenal-treyju það sem eftir væri tímabilsins ef ég vildi vera svo vænn, eða orðrétt: "Ef þú mætir í Arsenal treyju á æfingu það sem eftir er tímabilsins þá get ég ekki ábyrgst hvað ég geri við þig!!! Sorry, ég fótbrýt þig örugglega og gæti slysast til að gera eitthvað meira."

Kannski er það heigulháttur, kannski ekki, en ég hef ákveðið að mæta ekki í Arsenal-treyju á næstu æfingu. Ég ætla að mæta í 2 eða 3 Arsenal treyjum og stuttbuxum og með svitaband, trefil og derhúfu. Annars er draumurinn að mæta á æfingu í Tottenham búningi með pampers auglýsingu á bumbunni, sorgarband og klósettpappír hangandi úr stuttbuxunum.

Æfing í kvöld, þangað til (vonandi) næst
kveðja frá einu Evrópuvon Englands þetta árið

Sunday, May 07, 2006

ljoð dagsins

Allir hlutir ganga, synda, hlaupa, skríða, hoppa, keyra, fljúga eða fara bara í hring. Ljóð dagsins er um lífshlaup ýsunnar og er ansi forvitnileg pæling. Að sjálfsögðu samin af mr.Stormsker herself.

ég yrki vísu um ýsu
sem áður fór um haf
en hún var veidd og hífð um borð
og hausinn skorinn af.

nú hjá okkur er hún, upp á komin fatið
örlög grimm, og þó
innan stundar fer hún, út um endagatið
og aftur út í sjó.

Sv.St.

Monday, May 01, 2006

ss-sveitin

Eins og stafurinn S er nú fallegur og gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri tungu þá er ekkert rosalega fullorðinslegt eða fallegt að hafa tvö slík saman í orði. Mörg orðin sem innihalda 2 S í röð eru bara fyrir krakka og einkenna oft á tíðum barnalegan húmor (sem ég fíla samt alveg). Orð eins og passa, hossa, krassa og klessa eru í yfirburðanotkun hjá yngri kynslóðinni og ekki talin mjög fullorðinsleg orð, gæta, hristast, krot og blettur eru algengari í notkun fullorðinna. Það er ekki mikill klassi yfir pissa og rass, og ekki eru blótsyrðin notkunarhæf í tali og varla á prenti en ég nefni hér samt orðin tussa og pussa. Ekki er mikill glæsileiki yfir því að ver tossi sem gengur um í mussu, reykjandi hass. Svo frussast vessarnir í fossum úr bólunum þegar hann trassar að massa á sér andlitið.

Maður má samt ekkert verða hissa þótt að massaður fress sem spilaði á bassa en núna hengdur er á kross, missi vessa úr bossanum oní kassa sem hross hefur passað og pissað í og það er klassi að vera viss um hvað massinn er mikill sem klessist í kassann. Bless