Ég lenti (alveg óvart) einu brjálæðinu enn hér í Kolding borg óttans. Þetta var kannski örlítið látlausara en flugeldasprengingin en brjálæði samt. Intersport er að hætta og það er 50% afsláttur af öllu í búðinni. Fólk gjörsamlega bilast og kaupir sér það sem það hefur aldrei ætlað að kaupa og jafnvel aldrei aldrei pælt í að kaupa en kaupir það samt, því það er að spara. ég var staddur í biðröðinni þarna í dag og hún var löng. Í svona löngum röðum er gaman að skoða fólkið og líka mikið hægt að hugsa og pæla.
Aðalpælingin í dag var eftirfarandi: Hvort er það varan (vörurnar) eða kúnninn sem er í biðröð?
Manni finnst allt í lagi þó að sá sem er á undan manni í röð fái eina og eina vöru frá einhverjum öðrum í búðinni sem er þá líklegast með viðkomandi, það er alveg ok. Manni finnst líka ok ef að sá sem er á undan manni sé leystur af ef t.d. kemur upp magapína eða eitthvað álíka og afleysarinn fer jafnvel alla leið á kassan og borgar, það er fínt líka. En manni finnst það ekki í lagi ef að sá sem er á undan manni í röðinni gefst upp og gefur stæðið sitt til einhvers annars, það er ekki í lagi. Af hverju?
Eins og dagurinn sannaði, þá skóp þetta rifrildi og athugasemdir sem flugu á milli raðara með frekar reglulegu ónæði fyrir aðra raðara.
Þess vegna vakna sjálfssagðar spurningar eins og : Hvenær er manneskja í röðinni og hvenær eru vörurnar í röðinni? Af hverju eru ekki til staðlaðar raðareglur? Nú eða raðaverðir? Hvað þyrftu þá að vera margir í röðinni til að reglurnar myndu gilda? Hvað þarf marga í röð til að röð verði röð? Þetta er bara einn af þessum hlutum sem verður að vera í lagi.
raðari = maður í röð
Friday, March 10, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Raðari ?? Er það svona gaur sem gefur manni rað ánægjur ?
Raðari, röður, reður !!!
Þú hugsar bara í eina átt Harpa. Hörpuleikari óskast, þarf að vera fingrafimur raðari!!!
Harpa, hann Siggi gefur þér númerið mitt ef þú vilt "svona gaur".
Fingrafimur ég veit ey, en það er hægt að kítla með öðrum hlutum líkamans.
Post a Comment