Ó faðir vor, ó það er vor. Eða það hélt maður alla vega. Veturinn aldrei verið harðari, kaldari og sleipari en ákkúrat núna í byrjun mars!! Hvað er að gerast? Eru það ofurmiklar hárlakksúðanir eða graffitispreybylgjur sem eru að skapa þetta? Er þetta skyndibitafæðan sem orsakar offramleiðslu á endaþarmsgasi? Er þetta kannski andfýla þeirra sem hafa ekki efni á að kaupa sér tannkrem og bursta í vaxandi fátækt hér í heimi? Þegar ég stend fyrir framan spegilinn með hárlakkið og graffitíið, rekandi við og sleppi því að bursta, þá hefur mér alltaf skilist að ozonlagið myndi eyðast og það ætti að hitna!!! Ég þarf eitthvað að endurskoða morgunverkin mín.
Það er sama hverjum þetta er að kenna, þetta er óásættanlegt. Allir Danir búnir að vekja eftir væntingar hjá manni um að vorið sé að koma (byrjuðu fyrir mánuði síðan) og svo þetta. En hvað getur maður gert, vesæll maðurinn sem ræður ekki miklu í heimsmálunum. Það er ekki nema þegar Bush hringir og spyr um ráð sem ég fæ einhverju ráðið, en það verður alltaf stríð úr því. ég er hættur að ráðleggja honum, hann mistúlkar allt sem ég segi, hann skilur ekki neitt, ekki einu sinni íslensku.
Jæja maður lifir bara við þetta og reynir að njóta lífsins. Sverrir Stormsker stórskáld og snillingur orðaði lífið svona:
Lífið er einnota hóra,
sem liggur og stynur hátt.
Farðu upp á hana,
þú færð ekki annan drátt.
Góðar ozoneyðingarstundir.
Sunday, March 05, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gott að þú tekur kuldann á þínar hendur, ég get þá þvegið mínar.
Sko þu verður að laga þetta mal aður en eg kem til Kolding.. Þu hefur goðan manuð:) Eg stola a þig!!;)
Post a Comment