Thursday, March 23, 2006

Ad yrkja erindi, er yndi

Ég ætla ad kíkja adeins á dønskuna aftur, thad er svo afskaplega skemmtilegt mál thegar madur er ordinn jafn gífurlega klár í thví og ég. Mørg ord hérna minna mig soldid mikid á Jónu frænku© (legend og skrásett vørumerki) mína thegar ég heyri thessi gømlu "íslensku" (í mínum huga) ord eins og krúsídúlla og húllumhæ (ég sagdi aldrei ad thetta væru karlmannleg ord), svo ekki sé talad um dittinn og dattinn. Ég hef alltaf stadid í theirri meiningu ad thetta væru jafn íslensk ord og kúluvarpari eda pungsveittur, en svo er víst ekki.
Annad mál sem er mér ofarlega á baugi (ekki Baugi samt) er bíll sem mætir mér á hverjum morgni thegar ég yfirgef ástsælt heimili mitt med tár í hvørmum. Thessi bíll er merktur thví ágæta tryggingafyrirtæki Dansikring (sikring thydir trygging DAN1024). Einn daginn! Já einn daginn á ég eftir ad labba ad thessum bíl vopnadur tússpenna og bæta vid thetta skemmtilega nafn "um jólatréd". Thá høfum vid Íslendingar bíl í Danmørku merktan "Dans i kring um jólatréd"
Mér skilst ad thad sé nefnd í thví ad reikna út hvad tharf ad drekka marga bjóra og mana mann mikid til ad fá thetta framkvæmt. Thetta er nefnilega svo lítill markadur fyrir svona grín í útløndum!

Wednesday, March 22, 2006

Visa dagsins

Ljóð sem litar getur sálina á góðum degi

Heimtaðu allt af öðrum
engu skalt þú nenna
Ef þú aldrei gerir neitt
er ekkert þér að kenna

höf. óviss

Tuesday, March 21, 2006

upprifjun

liggur niður hraun og hjarn
heljarvegur langur
fjarskalega leiðingjarn
er lífsins niðurgangur

stormsker

Thursday, March 16, 2006

Það er flenza fljugandi

Það er auðvitað helber lygi að flensa gangi, hún flýgur. Hún hendist útúr manni þegar maður hnerrar á næsta mann og blautu droparnir sem hann finnur þá í andlitinu á sér gætu í framtíðinni verið dauðadómur.

I am a bird now. I´ve been influenced by influenza. Það er frekar skítt að liggja svona horaður í bælinu með snítipappír í annarri og fjarstýringu í hinni, strepsils á náttborðinu og te í súperfína arsenalbollanum (te er frekar ógeðslegt ég get bara ekki drukkið kaffi, þetta er það slæmt) og horfa á fréttir um fuglaflensuna. Allir þessir prófessísku Danir sem vita allt og þekkja alla, en samt ekkert meira en hinir af því að þeir trúa á janteloven (þessar elskur), gagga og flauta í einum kór um alvarleika fuglaflensunnar. Þeir virðast allir voða vissir um að þetta smitist ekki í fólk nema við gjörninga eins og Bruni BB frömdu í Rokk í Reykjavík og líklegast þyrfti þá skella'onum í sárið á hænunum, éta þær sem kjúklinga-sushi nú eða bara sleikja þær.

Sumir vilja meina að fugleflensan drepist automitiskt á næstu 2-3 árum en þegar þeir voru manaðir í veðmál þá sögðu þeir: "nei við erum vísindamenn!" OG!!! Hvað er betra en að vera vísindamaður með allar tölur og kannannir og staðreyndir og pælingar á hreinu og veðja við hina um hitt og þetta? Money in the bank, skuldlaust. Niðustaða þessa þátta (3 í gærkvöldi) um fuglaflensuna voru samt gegnumsneitt þannig að á meðan þú stundar ekki pervertískt með fuglum eða kettinum þínm sem kannski étur fugla, þá átt þú að vera ok.

Með þessa vitneskju þá kjaga ég á klósettið (bara 1 sella sem segir mér að skíta ekki á gólfið), það kurrar í mér og mig langar ekkert smá til að fljúga til læknis og tilkynna honum um anda teppuna. Ætla að reyna éta eitthvað af þessum ormum og grasi frá í gær. Reynið svo að segja mér að þetta sé örugglega ekki fuglaflensa....

En kannski er ég bara lítill furðufugl með kvef, sárasaklaus og ósmitandi, hver veit?

Friday, March 10, 2006

raðir

Ég lenti (alveg óvart) einu brjálæðinu enn hér í Kolding borg óttans. Þetta var kannski örlítið látlausara en flugeldasprengingin en brjálæði samt. Intersport er að hætta og það er 50% afsláttur af öllu í búðinni. Fólk gjörsamlega bilast og kaupir sér það sem það hefur aldrei ætlað að kaupa og jafnvel aldrei aldrei pælt í að kaupa en kaupir það samt, því það er að spara. ég var staddur í biðröðinni þarna í dag og hún var löng. Í svona löngum röðum er gaman að skoða fólkið og líka mikið hægt að hugsa og pæla.

Aðalpælingin í dag var eftirfarandi: Hvort er það varan (vörurnar) eða kúnninn sem er í biðröð?

Manni finnst allt í lagi þó að sá sem er á undan manni í röð fái eina og eina vöru frá einhverjum öðrum í búðinni sem er þá líklegast með viðkomandi, það er alveg ok. Manni finnst líka ok ef að sá sem er á undan manni sé leystur af ef t.d. kemur upp magapína eða eitthvað álíka og afleysarinn fer jafnvel alla leið á kassan og borgar, það er fínt líka. En manni finnst það ekki í lagi ef að sá sem er á undan manni í röðinni gefst upp og gefur stæðið sitt til einhvers annars, það er ekki í lagi. Af hverju?
Eins og dagurinn sannaði, þá skóp þetta rifrildi og athugasemdir sem flugu á milli raðara með frekar reglulegu ónæði fyrir aðra raðara.

Þess vegna vakna sjálfssagðar spurningar eins og : Hvenær er manneskja í röðinni og hvenær eru vörurnar í röðinni? Af hverju eru ekki til staðlaðar raðareglur? Nú eða raðaverðir? Hvað þyrftu þá að vera margir í röðinni til að reglurnar myndu gilda? Hvað þarf marga í röð til að röð verði röð? Þetta er bara einn af þessum hlutum sem verður að vera í lagi.

raðari = maður í röð

Sunday, March 05, 2006

Faðir vor, þu sem ert að klikka

Ó faðir vor, ó það er vor. Eða það hélt maður alla vega. Veturinn aldrei verið harðari, kaldari og sleipari en ákkúrat núna í byrjun mars!! Hvað er að gerast? Eru það ofurmiklar hárlakksúðanir eða graffitispreybylgjur sem eru að skapa þetta? Er þetta skyndibitafæðan sem orsakar offramleiðslu á endaþarmsgasi? Er þetta kannski andfýla þeirra sem hafa ekki efni á að kaupa sér tannkrem og bursta í vaxandi fátækt hér í heimi? Þegar ég stend fyrir framan spegilinn með hárlakkið og graffitíið, rekandi við og sleppi því að bursta, þá hefur mér alltaf skilist að ozonlagið myndi eyðast og það ætti að hitna!!! Ég þarf eitthvað að endurskoða morgunverkin mín.
Það er sama hverjum þetta er að kenna, þetta er óásættanlegt. Allir Danir búnir að vekja eftir væntingar hjá manni um að vorið sé að koma (byrjuðu fyrir mánuði síðan) og svo þetta. En hvað getur maður gert, vesæll maðurinn sem ræður ekki miklu í heimsmálunum. Það er ekki nema þegar Bush hringir og spyr um ráð sem ég fæ einhverju ráðið, en það verður alltaf stríð úr því. ég er hættur að ráðleggja honum, hann mistúlkar allt sem ég segi, hann skilur ekki neitt, ekki einu sinni íslensku.

Jæja maður lifir bara við þetta og reynir að njóta lífsins. Sverrir Stormsker stórskáld og snillingur orðaði lífið svona:
Lífið er einnota hóra,
sem liggur og stynur hátt.
Farðu upp á hana,
þú færð ekki annan drátt.

Góðar ozoneyðingarstundir.

Thursday, March 02, 2006

Siggi er orðinn 10 ara

Jibbííí, ég skellti mér á fótboltaæfingu áðan sem er nú kannski ekkert stórmerkilegt, (ef undan eru skilin árin og kílóin) en það var 20 centimetra snjór á vellinum, geðveikt. Íslendingurinn trúði ekki öðru en að það væri búið að ryðja völlinn og mætti bara á stuttbuxunum í -2 frosti og var bara svalur, en það var ekki búið að ryðja og það var byrjað á rúbbí (flott nafn á íþrótt). Stuttbuxnamaðurinn varð af einhverjum ástæðum skotspónn allra hinna og vil ég kenna auknu útlendingahatri þar um...helvítis Danir. En fótboltinn sem var spilaður minnti óneitanlega á gæðin, tæknina og gleðina þegar maður var 10 ára á sundlaugavellinum í Breiðholtinu. ZHINNG PÚFF KLANG %!/&(&/%$!Q#())O"#$ shit, setti tímavélina í gang --FLASHBACK--

Kominn aftur. Frekar slakur á því annars, soldið pirraður á konunum sem eru með mér á námskeiðinu í Vejle. Þær skilja alltaf setuna eftir niðri, bara millisetuna. Þannig að við karlarnir þurfum að koma við rassasetuna þeirra!! En nei, þær vilja ekki þurfa að setja setuna niður áður en þær pissa. Hún er alla vega hrein þá. Við eigum sem sagt að ganga frá eftir okkur og við eigum svo að ganga frá eftir konurnar! Yes, kynjabaráttan er að skila sér, jafnréttinu er náð. Nei og aftur nei, nú er klósettsetustríðið byrjað í Vejle, ég pissa næst bara beint á setuna ef þær skilja hana eftir niðri aftur. Allt sem manni var kennt um klósettvenjur er bara fótum troðið og niðurlægt. Meira um klósettvenjur og ósiði síðar. Þarf að uppfinna (mjög gott orð) nokkur ný trikk fyrst.