Þegar því er haldið fram að karlmenn hugsi ekki um annað en kynlíf, þá get ég ekki annað en móðgast. Það er svo mikið meira en það sem við notum hausinn á okkur í (margir okkar alla vega).
Í flestum tilvikum þá hugsar karlamaður heimilisins um bílinn; smurningu, bensíndælingu, fylla á rúðupissið, kíkj’á pústið, skipt’um dekk og fleira sem ég kann ekki einu sinni skil á. Viðhald húsa og/eða íbúða er næstum eingöngu á okkar höndum og hausinn er alveg á fullu að pæla í málningu og vatnslásum, parketslípun og nagla pælingum (þ.e.a.s. naglar, ekki neglur!) Við erum allmargir sem erum með ansi mikið hugsanapláss eingöngu tengt fótbolta og jafnvel sporti bara yfir höfuð. Við pælum í eðlisfræði, stærðfræði, heimspeki og rafeindavirkjun. Hestöfl, kúbik, vinnsluminni og skjáupplausn. Plasma eða LCD? Er VHS að deyja og DVD að taka við? Hver sér þá um tækniuppfærslur heimilisins? Við karlmenn sækjumst í að vita hvernig útvörp virka og hvernig það væri að spila golf á tunglinu. Stundum eru það bara skrýtnir hlutir sem eiga hug okkar allann eins og pælingin um það hvað myndi gerast ef maður ferðaðist yfir hljóðhraða og myndi prumpa. Hvað þá? Myndi maður finna lykt áður en hljóðið kæmi? Veit ekki. Þetta er bara pæling.
Með öðrum orðum, það fer ekki miikið fyrir kynlífi í okkar annars ágætis heila eins og konur vilja halda fram, það er bara ekki pláss, sorry! Allt sem heitir kynlíf, klám, brjóst og ég veit ekki hvað og hvað, verður einfaldlega að víkja fyrir einlægum áhuga og stanslausum pælingum okkar karlmanna á almennri manneskjulegri aðferðafræðitengdri líffræði!!!
Monday, January 30, 2006
Thursday, January 26, 2006
konupæling
Þegar ég var strákur þá voru konur alltaf eitthvað svo fjarlægar, það var bara ein kona í lífi manns, mamma. Hún og þar með mín upplifun af konum yfir höfuð, var þannig að þær væru í því hlutverki að gefa manni mat, þrífa eftir mann og hjúkra þegar eitthvað slettist upp á milli okkar strákanna. Hörkutólanna. Það var eitthvað svo sjálfsagt að það ættu að vera konur þarna til staðar þegar við þörfnuðumst þeirra og væru ekkert að skipta sér of mikið af ef það væri ekkert kallað eftir þeim.
Eitthvað fannst manni þetta breytast þegar maður eltist (og eltist við þær). Þær gafu manni ekki lengur að borða heldur þurfti ég að fara að borga fyrir okkur. Ekki voru þær lengur til staðar við þrifin, heldur þurfti maður að þrífa sjálfur ef einhver átti að líta við manni. Ekki biðu þær lengur eftir manni heima eftir að maður kæmi slasaður (með marblett) heim af fótboltaæfingu, nei þær þurftu líka að vera einhversstaðar úti og ef maður hringdi, þá var manni (ekkert rosalega) kurteislega bent á að maður væri nú ekki að tala við mömmu sína!
Hvar klikkaði systemið, uppeldið?
Ég var alinn upp við það að vera hræddur við ókunnuga og að mamma reddaði öllu. Með þá hugsun í kollinum verður maður auðvitað hræddur við allt kvenfólk nema það líkist mömmu. Sem að endingu lendir beint í hausnum á manni, því tilvonandi konuefni vilja ekkert vera eins og mamma!!! Mamma verður þess vegna í flestum tilvikum óvinur þeirra númer 1,2 og 3. Þetta fyrirkomulag leiðir hinsvegar til þess að mamma verður alltaf áfram nokkurskonar áningarstaður, kvörtunarbanki, fyrir menn sem þreytast eða "pirrast" á konum sínum, því mömmurnar vildu aldrei missa okkur til einhverra illa upp aldra tengdadætra. Sem betur fer.
En í gegnum tíðina hefur mér fundist þetta fyrirkomulag á uppeldi ungra drengja verið frekar vafasamt og árekstragjarnt, en sem betur fer hafa verið tekin "framfaraskref" í okkar þágu. Nú er það bara pabbi sem eldar, þrífur og huggar, við vitum þannig ekkert hvernig konum við eigum að leita að og þegar við loksins finnum eina, þá verða hún og mamma vinkonur!!!
Er eitthvað rangt við þessa þróun eða er ég kannski að verða of gamall?
Eitthvað fannst manni þetta breytast þegar maður eltist (og eltist við þær). Þær gafu manni ekki lengur að borða heldur þurfti ég að fara að borga fyrir okkur. Ekki voru þær lengur til staðar við þrifin, heldur þurfti maður að þrífa sjálfur ef einhver átti að líta við manni. Ekki biðu þær lengur eftir manni heima eftir að maður kæmi slasaður (með marblett) heim af fótboltaæfingu, nei þær þurftu líka að vera einhversstaðar úti og ef maður hringdi, þá var manni (ekkert rosalega) kurteislega bent á að maður væri nú ekki að tala við mömmu sína!
Hvar klikkaði systemið, uppeldið?
Ég var alinn upp við það að vera hræddur við ókunnuga og að mamma reddaði öllu. Með þá hugsun í kollinum verður maður auðvitað hræddur við allt kvenfólk nema það líkist mömmu. Sem að endingu lendir beint í hausnum á manni, því tilvonandi konuefni vilja ekkert vera eins og mamma!!! Mamma verður þess vegna í flestum tilvikum óvinur þeirra númer 1,2 og 3. Þetta fyrirkomulag leiðir hinsvegar til þess að mamma verður alltaf áfram nokkurskonar áningarstaður, kvörtunarbanki, fyrir menn sem þreytast eða "pirrast" á konum sínum, því mömmurnar vildu aldrei missa okkur til einhverra illa upp aldra tengdadætra. Sem betur fer.
En í gegnum tíðina hefur mér fundist þetta fyrirkomulag á uppeldi ungra drengja verið frekar vafasamt og árekstragjarnt, en sem betur fer hafa verið tekin "framfaraskref" í okkar þágu. Nú er það bara pabbi sem eldar, þrífur og huggar, við vitum þannig ekkert hvernig konum við eigum að leita að og þegar við loksins finnum eina, þá verða hún og mamma vinkonur!!!
Er eitthvað rangt við þessa þróun eða er ég kannski að verða of gamall?
Thursday, January 19, 2006
Snjoferðafrömuðirnir vinir minir
Hér nálægt miðdepli Danmerkur er allt á kafi í slabbi og skafrenningi, vindi og aumingjaskap. Strætó hætti að ganga á tímabili í dag og ég þurfti að viðra fagursmíðaðann Ford Escortinn til að sækja erfingjann og vini hennar í skólann. Ekki nóg með að strætóbílstjórum blöskraði "hríðin" og þorðu ekki út heldur voru starfsmenn skólastofnunar dóttur mínar yfir sig stoltir yfir hetjulegri og vasklegri framgöngu fjölskyldu okkar í óveðrinu...
Það er samt fyndið og líka svolítið fíflalegt að hugsa til þess hvað við Íslendingar lítum á okkur sem miklar íshetjur og veðurguði. Við erum ívið svalari og veraldarvanari en flestir aðrir þegar kemur að vindi og ofankomu, hvers kyns sem hún er (nema kannski froskaregni). Við meira að segja rennum aðeins niður og tökum af okkur hanskana á meðan að hinir óveðruðu útlendingar horfa grýlukertasettum öfundaraugum á okkur harðjaxlana hoppa út og ýta. Einum, tveimur og fleirum bílum ýtum við eins og ekkert sé, en bara út í kant. Ég ýti ekki bílunum þeirra aftur inn á veginn þar sem vinir mínir og skyldmenni gætu verið á ferðinni, ekki sjens.
Þetta litla land, sem límt er við Þýskaland en tilheyrir nú samt sem áður Skandinavíu og ætti þar af leiðandi að lúta eðlis og líffræðilegum þáttum víkinganna sem þeir stæra sig nú mikið af, er ekki hátt sett í mínum huga sem vetrarhugsandi þjóð. Þeir verða alltaf jafnhissa þegar það snjóar og blæs og ekki trúðu þeir nú þessu nýjasta útspili veðurguðanna svona rétt ofan í skírnarveislu aldarinnar sem framin verður á laugardaginn kemur. Þetta getur nú ekki verið sanngjarnt! Prinsins og prinsippisins vegna auðvitað!
Danir eru góðir á mörgum sviðum, en þeir verða seint settir ofarlega á listann minn yfir snjóferðafrömuði heimsins.
Það er samt fyndið og líka svolítið fíflalegt að hugsa til þess hvað við Íslendingar lítum á okkur sem miklar íshetjur og veðurguði. Við erum ívið svalari og veraldarvanari en flestir aðrir þegar kemur að vindi og ofankomu, hvers kyns sem hún er (nema kannski froskaregni). Við meira að segja rennum aðeins niður og tökum af okkur hanskana á meðan að hinir óveðruðu útlendingar horfa grýlukertasettum öfundaraugum á okkur harðjaxlana hoppa út og ýta. Einum, tveimur og fleirum bílum ýtum við eins og ekkert sé, en bara út í kant. Ég ýti ekki bílunum þeirra aftur inn á veginn þar sem vinir mínir og skyldmenni gætu verið á ferðinni, ekki sjens.
Þetta litla land, sem límt er við Þýskaland en tilheyrir nú samt sem áður Skandinavíu og ætti þar af leiðandi að lúta eðlis og líffræðilegum þáttum víkinganna sem þeir stæra sig nú mikið af, er ekki hátt sett í mínum huga sem vetrarhugsandi þjóð. Þeir verða alltaf jafnhissa þegar það snjóar og blæs og ekki trúðu þeir nú þessu nýjasta útspili veðurguðanna svona rétt ofan í skírnarveislu aldarinnar sem framin verður á laugardaginn kemur. Þetta getur nú ekki verið sanngjarnt! Prinsins og prinsippisins vegna auðvitað!
Danir eru góðir á mörgum sviðum, en þeir verða seint settir ofarlega á listann minn yfir snjóferðafrömuði heimsins.
allt sem er
og verður gert og skrifað hér verður engum að kenna, engum að þakka og ekki skapað til að meiða eða særa eða hjálpa neinum.
Subscribe to:
Posts (Atom)